mánudagur, apríl 30, 2007

.......................................

Það er orðið erfitt að finna tíma til að skrifa hér... en nú er Ingó komin heim eftir viku fjarveru og ég á fullu að vinna upp svefn. Búin að átta mig á því að ég fékk lítinn sem engan djúpsvefn meðan Ingó var í burtu. Var alltaf með radarinn á. Svo virðist sem líkaminn sé ekki alveg búin að jafna sig á aðgerðunum tveimur þó liðnar séu 6 vikur. Lilli verður svo skírður 1. maí. Þá getur maður hætt að nota Lilla nafnið. Erum búin að hafa fyrir því að halda nafninu leyndu síðan það varð endanlega ákveðið fyrir u.þ.b. þremur vikum og það finnst mér hafa verið erfitt!!
Opinbera það hér á þriðjudagskvöld.
Ætla að fara að opna heimasíðu fyrir húfurnar mínar á Barnalandi.. þar gengur best að selja svona hluti.... Læt ykkur vita af því þegar það gerist.
Hér á eftir kemur sería af drengjunum mínum.

Hinrik og Lilli 6 vikna



Drekinn á Drekavöllum 5 vikna.




Á baðgólfinu




laugardagur, apríl 21, 2007

Af einsemd og rusli

Ég snýst í hringi.. veit ekki alveg hvað ég á að gera... Hinrik er búin að vera í burtu í allan dag í sveitinni með afa sínum og ömmu og er á leiðinni í næturgistingu til þeirra... Lilli sefur á sófanum og Ingó er í útlöndum... ég er búin að taka til og er að þvo og laugardagskvöldið framundan... kannski ég fari barasta að prjóna!

Er í ruslatunnubardaga.. hvað er nú það kanntu að spyrja þig.. en ég bý í 18 íbúða húsi og því miður virðast sumir íbúar ekki vita hverju má henda í ruslaföturnar og hvað á að fara í gáma... ok blöð og flöskur enda stundum í ruslafötunni hjá besta fólki, en ekki í þessu magni, og alls ekki pappakassar, og hvað þá pappakassar sem ekki er búið að brjóta saman, svo er eins og að sumir hendi bara í fremstu tunnurnar þar til þær flæða yfir en labba ekki tvö skref áfram og henda í innstu tunnurnar sem eru allar tómar. Í skjóli nætur koma svo kettirnir og nýja fína öskutunnuhúsið er orðið eins og svínastía. Því miður eru útlendingar í meirihluta þeir sem ekki ganga vel um og er ég núna að skipuleggja fund í húsinu þar sem allir verða látnir vita hverju má henda og hverju ekki og vonandi verður túlkur líka á staðnum!

föstudagur, apríl 06, 2007

Nokkrar myndir

Fjölskyldan í óperunni... ég svolítið þreytt!!
Flottir feðgar

Hinrik og Krissi í góðum fíling!

Lilli í fyrstu óperuferð sinni





Mikið að gerast.... margt í gangi

Ég er búin að byrja svo oft að blogga síðustu daga en einhvernvegin hefur mér aldrei tekist að klára færsluna. Lilli hefur kallað eða Hinrik. Nú sofa allir strákarnir mínir fyrir framan sjónvarpið og ég hugsa að ég nái að birta þessa færslu!

Ingólfur er búin að vera að vinna og vinna síðustu vikur, sýningum á Suor Angelica og Gianni Schicchi er lokið og náði ég að fara á lokasýninguna.

Lilli kom með og var baksviðs með Ingó. Í stuttu máli var sýningin alveg hreint meistaraverk, krakkarnir sem allir eru nemar eða nýútskrifuð, stóðu sig svo rosalega vel og gáfu fagmönnunum ekkert eftir. Leikmynd og búningar hjá Hlín Gunnars voru alveg ótrúlega flottir og ég verð að segja að það er langt síðan ég hef séð svona flotta sýningu í Íslensku Óperunni. Ég grét svo mikið fyrir hlé og hló svo eins og brjálaðingur eftir hlé!

Um síðustu helgi fórum við svo öll saman í fermingu til Kristjáns Arnars frænda og var alveg rosalega gaman, fermingarbarnið var svo flottur og töff strákur! Fórum svo beint úr þeirri veislu í aðra veislu, Dóri frændi varð 60 og þar hittum við familíuna mína, þannig að á einum degi hittum við lungað úr familíu Ingó og minni.

Framundan er svo frumsýning á Cavalleria Rusticana á annan í páskum og ætla ég að mæta með Ingó, á laugardaginn ætlum við Lilli svo í brúðkaup til Sigrúnar frænku minnar og Hjalta og á meðan verða Hinrik og Ingó á generalprufu í Óperunni.

Nóg að gera á stóru heimili!

Ofsalega margt sem brennur á mér varðandi aðbúnað á sængukvennadeildinni, hlutverk feðra og aðbúnað eða frekar hvursu lítið er gert fyrir þá á deildinni og fleira....... en held ég fari bara að halla mér og blogga kannski um það seinna. Minni á síðuna hans Hinriks, tengill hér til vinstri, þar sem hægt er að sjá fleiri myndir af prinsunum mínum þremur! (Knús Arnar!!) Lykilorðið er seinna nafn Ingó með stórum staf og án kommu............