fimmtudagur, júní 23, 2005

Hei alle hoppa

Sit her i kulturhusinu i Jarna rett fyrir utan stokkholm og anda ad mer lifraent raektudu lofti! Her er yndislegt ad vera solin skin og allt lifraent sem vid bordum. Meira ad segja haegt ad kaupa ser lifraent kok a barnum! Hinrik er i essinu sinu og leikur ser allan daginn. Thetta er nu samt mikil vinna og verdur madur nu orugglega threyttur thegar madur kemur heim og gott til thess ad hugsa ad madur fari nu barasta i soldid gott sumafri eftir thetta sumarfri. Bid ad heilsa heim!

föstudagur, júní 17, 2005

Sumarfrí

Við erum að fara í fyrramálið fjölskyldan til Svíþjóðar í 1. viku. Förum á leiklistarhátið í Jarna 50 km fyrir utan Stokkhólm. Ég og Ingólfur erum búin að vera svo veik núna í sólarhring að við héldum í morgun að við kæmumst ekki. Erum bæði búin að kasta svo rosalega upp en okkur líður nú betur núna. Búin að vera að þvo þvott í allan dag og núna er komið að því að pakka. Sjáumst eftir viku.

miðvikudagur, júní 15, 2005

Bloggið hans Gísla Péturs bróðurs

http://gphinriks.blogspot.com/

flottur kall hann Pési minn, var að fá 1. árs samning við ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ litli drengurinn að verða stór!!! Og svo vinnur hann náttúrulega Grímuna á morgun ekki spurning!

Pjúra komin á bloggið

http://blog.central.is/pjura

Ætlum að kynna búðina okkar hér..

mánudagur, júní 13, 2005

Pirringur

Stundum verð ég svo pirruð.. pirruð yfir einhverjum smámunum, eða einhverju stóru, einhverju smáu sem verður stórt eða stóru sem er bara smátt... það sem gerist eiginlega alltaf er að ég læt pirringin bitna á þeim sem ég elska.. bara smá hugleiðing!

sunnudagur, júní 12, 2005

Lost

Ég er algerlega lost í Lost.. síðustu nætur hef ég farið að sofa þegar klukkan nálgast 3 vegna þess að ég er að horfa á lost í tölvunni. Guð minn góður þvílík spenna er núna komin á þátt númer 11. Hinrik vaknaði þannig að Ingólfur er að svæfa hann og á meðan er ég að tapa mér úr spenningi. Ohh það er svo langt síðan ég hef dottið svona í einhverja þáttaröð.. síðast sennilega 1998 á ítalíu þegar mamma sendi mér 4 tíma spólu með upptökum af Friends.. svaf ekkert þá nóttina fór bara beint í skólann gat ekki hætt.. hef nú verið dugleg núna að horfa bara á 3 þætti á kvöldi en hef verið frekar mygluð á morgnana. Heyrist Hinrik vera að gráta. Greyið vaknar alltaf á kvöldin og sofnar ekki aftur fyrr en eftir 2 tíma skil þetta ekki.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Fimmtudagur

Ég er að fara að vinna í búðinni minni á eftir 12 - 18. Er alltaf að vinna á fimmtudögum þannig að ef þið viljið heimsækja mig komið þá. Var að koma með nýja línu svona kántrýpils... er í einu slíku núna og ætla að sauma nokkur á næstunni set vonandi inn mynd hér fljótlega.

mánudagur, júní 06, 2005

Gríman

Gísli Pétur tilnefndur
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI..
ohh hann á svo skilið að vinna krossa fingurnar fyrir litla bróður..
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1142285

fimmtudagur, júní 02, 2005

Dagur heima.

Hinrik er enn veikur. Fórum með hann til læknis í gær vegna þess að við héldum að hann væri með hlaupabólu þar sem hann fékk útbrot í andlitið en þegar ekkert kom á kroppinn þá runnu á okkur tvær grímur. Hann er sem sagt með slæma kvefflensu og var með tæplega 40 stiga hita í gær. Í dag er hann með 39 stiga hita og ég er búin að vera með hann heima í allan dag... er að drepast úr leiðindum því það er nú ekki mikið hægt að bardúsa á heimilinu með veikt barn. Er samt búin að þvo nokkrar vélar og þrífa eldhúsið.

Ingólfur er að vinna til kl 21 í kvöld og nú þarf ég að galdra eitthvað fram úr frystinum til að elda handa drengnum. Hugsa að ég dobbli Ingó til að kaupa pizzu á leiðinni heim handa okkur fullorðna fólkinu. Annars dreymir mig um pizzurnar í róm....

Á morgun er Ingólfur á fundi fyrir hádegi en svo get ég farið að vinna eftir hádegi. Svo er ég að fara í partý á laugardagin juhú hef ekki farið í svoleiðis í marga mánuði!!