sunnudagur, júní 12, 2005

Lost

Ég er algerlega lost í Lost.. síðustu nætur hef ég farið að sofa þegar klukkan nálgast 3 vegna þess að ég er að horfa á lost í tölvunni. Guð minn góður þvílík spenna er núna komin á þátt númer 11. Hinrik vaknaði þannig að Ingólfur er að svæfa hann og á meðan er ég að tapa mér úr spenningi. Ohh það er svo langt síðan ég hef dottið svona í einhverja þáttaröð.. síðast sennilega 1998 á ítalíu þegar mamma sendi mér 4 tíma spólu með upptökum af Friends.. svaf ekkert þá nóttina fór bara beint í skólann gat ekki hætt.. hef nú verið dugleg núna að horfa bara á 3 þætti á kvöldi en hef verið frekar mygluð á morgnana. Heyrist Hinrik vera að gráta. Greyið vaknar alltaf á kvöldin og sofnar ekki aftur fyrr en eftir 2 tíma skil þetta ekki.

Engin ummæli: