fimmtudagur, febrúar 02, 2012

Fyrir og eftir


















Svona leit ég út klukkan korter í fjögur í dag, Einara sæta mágkona mín klippti mig um miðjan september... síðan þá hafði hárið vaxið og vaxið...
Eins og ég talaði um í gær þá er hárgreiðslumeistari í þorpinu mínu,  allir sem ég hafði spurt voru sammála um það að hann sé rosalega klár klippari... og ég er algerlega sammála því eftir þessa ferð.





Hvað segir EinsaSkeinsa... sammála?

miðvikudagur, febrúar 01, 2012

Fyrsti dagur í snjó í Mandela


 Fyrsti dagurinn á Ítalíu sem við fáum snjó.  Þessar myndir eru teknar við dagrenningu í morgun milli 7 og 8.

Skólastarf féll niður í dag, Hinriki  til mikillar gleði.


Snjórinn var ca 3 cm.  Okkur íslendingunum fannst það fyndið að svona smá vorrhret skildi stoppa allt.  En hér komu bílar upp brekkuna með keðjur.  Vel útbúnir!


Áttum góðan dag saman fjölskyldan.
Nú er klukkan 22.00 og óperutónlist ómar um kastalann, strákarnir eru orðnir svo vanir að hlusta á disk sem við eigum með 99 bestu óperuglefsunum.. að þetta er það sem þeir vilja sofna við.. sýnist eiginmaðurinn sofa á sófanum litla líka:)

Á morgun er stór dagur, þá kemst ég loks í klippingu en litla þorpið mitt á hárgreiðslumeistara:)  Ég á tíma klukkan 16.00 og hlakka mikið til að losna við makkann!
Það er náttúrulega saga á bakvið allt og alla í þessu þorpi og þessi hárgreiðslumeistari er opinber eftirherma frægs ítalsks söngvara
Renato Zero
Mikið hlakka ég til.

Nú ætla ég að bregða mér uppí ból, með hljóðbók og prjónana, það er svolítið ljúft í smá tíma að vera ekki með sjónvarp...
Og þessa setningu áttuð þið ekki von á að heyra frá sjónvarpssjúklingnum!!