laugardagur, ágúst 18, 2007

http://hildurina.blog.is

Ég ákvað í auglýsingaskini að byrja að blogga á moggabloggi.. held samt áfram að blogga hér en hitt er svona markaðssetning fyrir húfurnar mínar...

Sjáum til hvernig það gengur..
hér er allavegana urlið...
http://hildurina.blog.is/blog/hildurina/

föstudagur, ágúst 17, 2007

Nýja vinnan mín...

Jæja þá er best að upplýsa ykkur dyggu lesendur mína um nýju vinnuna mína. Húfubransinn er og verður áfram bara "meðframvinna" en á miðvikudaginn var byrjaði ég í nýrri vinnu eftir fimm mánaða fæðingarorlof..

Ég er nú yfir hönnunardeild Fjölsmiðjunnar http://fjolsmidjan.is/

Ég starfa þar með ungu fólki á aldrinum 16 - 24 ára sem stendur á tímamótum í lífinu. Við erum að vinna að öllum þeim verkefnum sem mér og þeim í sameiningu dettur í hug. Ég er rétt að byrja en við erum strax byrjaðar að framleiða og höfum hug á að skella okkur í jólagjafabransann og framleiða fullt af fallegum vörum fyrir alla aldurshópa. Ég legg náttúrulega mikla áherslu á Fatahönnun en við vinnum með öll þau efni sem okkur dettur í hug. Byrjuðum á að gera nokkrar lyklakippur svona til að koma okkur af stað og förum svo í að framleiða fatnað og fleira.

Ég vinn frá 8 til 16 á daginn og 8 - 14 á föstudögum, í starfsmannahóp sem geislar af vinnugleði og skemmtilegheitum. Fæ heita máltíð í hádeginu, morgunmat og ávexti í kaffinu og fæ helmingi meira í laun á mánuði en ég fékk í þrælavinnunni í Óperunni.
Umhverfið er mjög fjölskyldu og starfsmannavænt og engin yfirvinna (óborguð eins og í Óðperunni..) Og börn velkomin þegar starfsdagar ofl hamla leikskólaför.
Ingólfur hefur tekið við fæðingarorlofinu og verður heima næstu fjóra mánuði og svo kemur í ljós hvað gerist um jólin....

Mér finnst ég algerlega hafa dottið í lukkupottinn og þrátt fyrir mikla þreytu í dag þá held ég að ég verði fljót að komast uppá lagið með að vakna snemma og fara svo auðvitað að sofa fyrr.

Ingólfur stjórnar svo heimilinu með einstöku lagi og er hann búin að búa um hjónarúmið á hverjum degi og það er alltaf yndislegt að koma heim til strákanna minna!!


Er ekki tilveran dásamleg:)

Hello Kitty tröllríður húfubransanum..
Lífið er dásamlegt!

Nýja vinnan mín er æðisleg!
Það er svo gaman að vinna á svona góðum vinnustað þar sem allir standa saman.
Ég er náttúrulega í fullu fæði sem er stórhættulegt og nú er bara salat á kvöldin á heimilinu.
Góða helgi gott fólk!

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Nýjar húfur .... ný vinna

Hér eru nokkrar nýjar húfur sem ég var að setja inn á síðuna mína










Spennandi tímar, byrja í nýju frábæru vinnunni minni á morgun!

laugardagur, ágúst 11, 2007

Til Hamingju með Daginn allir Hinsegin vinir mínir og aðrir!!

Alltaf svo skemmtilegur dagur!

'Omar og Dragdrottning á draumabílnum mínum!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÍSLENDINGAR ALLIR HINSEGIN OG EKKI!!

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Heimsókn til Villa, Agnesar og Bergs Þorgils

Fórum í heimsókn til Villa, Agnesar og Bergs Þorgils..

Hér eru feðgarnir
Hér sést smá í Villa með Berg,
Ingó heldur á Felix Helga


Það eru 6 vikur á milli þeirra






Þeir lágu lengi á gólfinu saman og lékur sér, Bergur hafði mikin áhuga á eyrum Felix Helga!








föstudagur, ágúst 03, 2007

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Sætir bræður og Pizza.. og Afmæliskveðjur

Hér eru sætu strákarnir mínir fyrr í dag:)

Pizzuveisla á Drekavöllum, þessi er í uppáhaldi hjá mér, rucola, parmiggiano og parmaskinka. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm!

Hildur og Felix Helgi... hann er alveg eins og pabbi sinn.. hvað finnst ykkur?


Að lokum;
22. júlí elsku Laufey Brá til hamingju með Afmælið!
24. júlí elsku Hrafnhildur til Hammingju með ammilið...
30. júlí elsku Bryndís til Hammmmingju með ammmilið!
31. júlí elsku Steina til Hamingju með afmælið!
og
1. ágúst elsku Margrét Eir til hamingju með ammmmmilið!!