sunnudagur, desember 25, 2005

Gleðileg jól Buon natale

Gleðileg Jól allir vinir og kunningjar.
Það fóru engin kort út í ár. Það var svo mikið að gera í búðinni og óperunni að þó ég hefði náð að skrifa nokkur (meðal annars til þín Kata frænka) þá náðist ekki að senda þau.. er að hugsa um að breyta þeim í nýárskveðju en sé til hvernig gengur með það. Jólin voru yndisleg, svo gott að vera hér fjölskyldan á aðfangadagskvöld heima og Hinrik Leonard var svo duglegur að bíða og bíða eftir pökkunum, byrjaði reyndar klukkan 10 um morgunin að spyrja hvort klukkan væri ekki að verða 6.. fengum fullt af fallegum gjöfum og erum í sjöunda himni í dag!

Un saluto ai miei amici italiani, mi mancate tanto e vorrei tanto venire in Italia nel 2006, vedremo se riusciremo a venire ai Olimpiadi hehehe
bacioni cari amici

mánudagur, desember 19, 2005

Tölvumál

Það sló út rafmagninu hjá mér á föstudaginn, tölvan dó! Erum búin að vera tölvulaus alla helgina, það er hræðilegt, þurftum að fara í bankann til að millifæra og hringja í 118 til að fá símanúmer. Vonandi nær Ingó að laga þetta í dag því líf á tölvu er frekar flókið! Annars er ég að tapa mér þessa dagana, er svo mikið að vinna í búðinni og í Óperunni og reyna að búa til jólagjafir og sauma pantanir! Hlakka svo til á miðvikudaginn og fimmtudaginn því þá daga á ég frí í búðinni!

Annars tókst okkur að kaupa allt sem þurfti að kaupa í Smáralindinni í gær, af tvennum illum kostum (Kringlan og Smáralind) var Smáralindin betri. Annars er alltaf best að versla á Laugarveginum, það var bara svo helvíti kalt í gær.

Ég er búin að kaupa í jólamatinn svo að jólin geta komið!

þriðjudagur, desember 13, 2005

Vinna í aðventu

Svona verð ég í búðinni minni fram að jólum.
Þriðjudagur 13. des 12 - 16
Fimmtudagur 15. des 17 - 22
Föstudagur 16.des 12 - 18
Laugardagur 17. des 12 - 18
Mánudagur 19. des 12 - 18
Þriðjudagur 20. des 12 - 16
Þorláksmessa 23. des 12 - 18

Vonandi komið þið og kaupið fallegar jólagjafir af mér...
koss og knús

þriðjudagur, desember 06, 2005

Kósý Jól í Pjúru og Frú Fiðrildi

Fimmtudaginn 8. desember milli kl. 19-21 ætlum við að bjóða ykkur að koma til okkar og þiggja léttar veitingar á meðan þið veljið jólagjafir og jóladressin í góðu tómi og nú megiði endilega taka mennina með

Hlökkum til að eiga enn eina skemmtilega kvöldstund með ykkur.

Kveðja Pjúrur


Það vantar ekki alltaf nóg að gera í búðinni endilega komið nú og sjáið allt það nýja og kaupið svona ca 1 húfu eða hálsmen frá mér í leiðinni....

föstudagur, desember 02, 2005

007, Madonna og ónýt hné.

Ég sat við vinnu mína í eftirmiðdaginn í gær og naut útsýnis yfir í aðalsvítu Hótels 101, þá birtist James Bond í glugganum og fór að taka myndir af sólarlaginu, Lady Bond stóð við hlið hans í náttslopp og horfði dolfallin á roðan í loftinu.. ég segi ekki að ég hafi tapað mér en þetta var rosagaman að fylgjast með svona frægu fólki! Sá Roger svo aftur í dag að stíga inn í bílinn sinn, bílstjóri hélt hurðinni opinni fyrir hann, verð að segja að maðurinn er "fjarska" fallegur!! Fannst hann gamall í sjónvarpinu en sá ekki hrukku á honum í fjarlægð!

Þegar ég var 14. ára sá ég Madonnu að taka upp myndband í einu sýkinu í Feneyjum, ég var á Gondóla og ekki með myndavél og þá tapaði ég mér!! Hún horfði á mig og brosti, var ekki orðin rosafræg þá ég þekkti hana úr Bravo og Pop Rocky blöðunum.

Annars er það að frétta að úrskurðað hefur verið að ég 34. ára konan er með ónýt hné, arfgengur andskoti, verið er að reyna að troða mér fram fyrir biðlista í speglun, liðþófarnir eru rifnir báðum megin og komin skemmd í brjóskið vinstra megin, get ekki annað en bara beðið eftir þeirri aðgerð og svo verður séð til hvað verður meira gert!