föstudagur, desember 02, 2005

007, Madonna og ónýt hné.

Ég sat við vinnu mína í eftirmiðdaginn í gær og naut útsýnis yfir í aðalsvítu Hótels 101, þá birtist James Bond í glugganum og fór að taka myndir af sólarlaginu, Lady Bond stóð við hlið hans í náttslopp og horfði dolfallin á roðan í loftinu.. ég segi ekki að ég hafi tapað mér en þetta var rosagaman að fylgjast með svona frægu fólki! Sá Roger svo aftur í dag að stíga inn í bílinn sinn, bílstjóri hélt hurðinni opinni fyrir hann, verð að segja að maðurinn er "fjarska" fallegur!! Fannst hann gamall í sjónvarpinu en sá ekki hrukku á honum í fjarlægð!

Þegar ég var 14. ára sá ég Madonnu að taka upp myndband í einu sýkinu í Feneyjum, ég var á Gondóla og ekki með myndavél og þá tapaði ég mér!! Hún horfði á mig og brosti, var ekki orðin rosafræg þá ég þekkti hana úr Bravo og Pop Rocky blöðunum.

Annars er það að frétta að úrskurðað hefur verið að ég 34. ára konan er með ónýt hné, arfgengur andskoti, verið er að reyna að troða mér fram fyrir biðlista í speglun, liðþófarnir eru rifnir báðum megin og komin skemmd í brjóskið vinstra megin, get ekki annað en bara beðið eftir þeirri aðgerð og svo verður séð til hvað verður meira gert!

Engin ummæli: