sunnudagur, desember 25, 2005

Gleðileg jól Buon natale

Gleðileg Jól allir vinir og kunningjar.
Það fóru engin kort út í ár. Það var svo mikið að gera í búðinni og óperunni að þó ég hefði náð að skrifa nokkur (meðal annars til þín Kata frænka) þá náðist ekki að senda þau.. er að hugsa um að breyta þeim í nýárskveðju en sé til hvernig gengur með það. Jólin voru yndisleg, svo gott að vera hér fjölskyldan á aðfangadagskvöld heima og Hinrik Leonard var svo duglegur að bíða og bíða eftir pökkunum, byrjaði reyndar klukkan 10 um morgunin að spyrja hvort klukkan væri ekki að verða 6.. fengum fullt af fallegum gjöfum og erum í sjöunda himni í dag!

Un saluto ai miei amici italiani, mi mancate tanto e vorrei tanto venire in Italia nel 2006, vedremo se riusciremo a venire ai Olimpiadi hehehe
bacioni cari amici

Engin ummæli: