föstudagur, september 30, 2011

29.09 2011. Tíu ár í hjónabandi, Dieci anni di matrimonio

 Dagurinn byrjaði með ferð í skólann, hér sást strákanir mínir á strætóstöðinni á Viale Trastevere.

 Þegar Hinrik var komin í skólann og við búin að heimsækja leikskólann fórum við til Vanessu og Andrea á barinn/kaffihúsið okkar, Bar Cesira!

 Um kvöldið fórum við að  borða á veitingahúsið okkar sem er hér í götunni okkar, svo fengu strákarnir ís í ísbúðinni okkar á horninu og við fórum svo til Vanessu til að fá okkur kaffi sem hún auðvitað bauð okkur uppá:)
 Fjölskyldan í Róm
 Brúðkaupsafmælishjónin

 Andrea, Vanessa og Emiliano fólkið á barnum okkar. 
Vanessa á barinn og Amma hennar og svo pabbi hennar ráku hann á undan henni, hún er leikstjóri og hefur unnið mikið í ríkissjónvarpinu, RAI
Hinrik Leonard tók þessa mynd en Vanessa elskar að knúsa Felix Helga sérstaklega ef hann vill ekki láta knúsa sig:)

þriðjudagur, september 27, 2011

Baðherbergið, heim úr skólanum og legó

 Baðherbergið okkar er bleikt og svart og langt!  Felix Helgi skellti sér á kamarinn og tók með sér bók um Róm.. ég gat ekki annað en smellt mynd af honum og svo annari þegar hann sá mig:)  
Þarf náttúrulega ekki að taka fram að ég á bara ótrúlega menningarleg börn! sem nýta hvert tækifæri til að fræðast um borgina sína!!
 Í gær sóttum við Felix Helgi, Hinrik Leonard í skólann, sólin skein og við stoppuðum á bar/kaffihúsi ég fékk mér kaffi en strákarnir fengu sér sætabrauð og rauðan appelsínusafa
Við erum búin að fá símtal frá borginni um að 
Felix Helgi sé kominn inn í leikskólann, nú bíðum við bara eftir að heyra hvenær hann má byrja. 
Hinrik Leonard stendur sig eins og hetja í skólanum,  krakkarnir fylgja honum öll og reyna að hjálpa honum eftir bestu getu.  Hinrik er farin að tala miklu meiri ítölsku en hann gerir sér grein fyrir... þýðir fyrir bróður sinn út á götu og við erum stollt af stráknum okkar!


 Þeir eru duglegir að leika sér saman og hér sést stór legóturn sem þeir reistu saman um helgina..

Hér eru svo legóbyggingar eftir Hinrik Leonard


Lífið gengur sinn vanagang í Róm, við njótum hverrar einustu mínútu og nú eftir tæplega viku verður Hinrik Leonard 9 ára.. þá verða veisluhöld:)  
Við Ingó eigum svo 10 ára brúkaupsafmæli á fimmtudaginn:)  Besta brúkaupsafmælisgjöfin er að vera saman í Róm á þessum tímamótum:)

sunnudagur, september 25, 2011

1.árs afmæli, festa di compleanno


Og svo kom 
Felix Helgi og auðvitað er hann Trúður eins og fyrr hefur komið fram:)
 Fórum í afmæli í gær til Isabellu sem varð eins árs, hún er dóttir Tony og Patriciu en Tony er búin að vera vinur minn sl 15 ár
 Afmælið byrjaði klukkan 3.30, við mættum kl 3.25, hinir gestirnir mættu klukkan 17!!

 Sætu strákarnir mínir í myndatöku þegar gestirnir tóku að streyma inn... þeir sem þekkja mig vel sjá í bakgrunninn dreng einn sem ég hef ekki hitt í 11 ár:)  Hann hefur lítið breyst.. andlega!
 Sungið fyrir Ísabellu, mamma hennar heldur fast í litla krúttið:)
 Og svo hópmyndataka þar sem strákranir mínir voru auðvitað með!


 Svo kom trúðurinn, þessi mynd heitir "Hróarinn"

Siamo stati ieri alla festa di complenno di Isabella figlia di nostri amici Tony e Patricia,  come veri islandesi siamo arrivati in orario.. peccato che gl'altri ospiti sono arrivati due ore dopo:)

miðvikudagur, september 21, 2011

Fullt hús af gestum og klipping:) Ospiti e parrucchiera:)

Fallega Charlotte okkar var hjá okkur í 4 daga, hér sjást þau Felix Helgi þegar hún var að fara út á flugvöll,  Ecco la nostra bella Charlotte con Felix Helgi il giorno della sua partenza ma lei é stata con noi per 4 giorni.
 Svo komu Einara og Magnús, og auðvitað fór öll fjölskyldan í klippingu hjá flottasta og tanaðasta hárgreiðslumeistara allra tíma:)


 Þarna sést Magnús í forstofunni okkar


Fallegu systkynin Ingó og Einara..
Sono arrivati ancora ospiti.. la sorella di Ingo e suo marito, ovviamente abbiamo tutti usufruito del fatto che lei é maestra parrucchiera..

Söknum ykkar;'/

þriðjudagur, september 13, 2011

skóladrengur og gömul vinkona, Primo giorno di scuola e amicaFallegi drengurinn minn í skólabúningnum með íslenska fánanum auðvitað...
Ecco il mio bimbo con il suo grembule di scuola con la bandiera islandese

 Fyrsti skóladagurinn, tilbúin við útidyrahurðina
 IL primo giorno di scuola.. pronto alla porta di casa
 Hinrik í nýja bekknum sínum, með kennaranum Fiorellu og hinum nýja stráknum:)


Og hér er svo hún Charlotte mín við Spánartröppurnar

Ecco la mia Charlotte a piazza di spagna

Annar kafli í framhaldssögu:)

Annar kafli í skáldsögunni minni á spegill.is

Gamanaðissu:)

Annars lítill tími til að blogga... Hinrik Leonard byrjaður í skólanum í skólabúningi.  Ofsaglaður!

Charlotte fer á morgun og þá koma nýjir gestir... dásamlegt bara:)

laugardagur, september 10, 2011

Framhaldssaga á Spegill.is


Það vantar ekki fjöhæfnina í mína:)  Nú er komin fyrsti kafli af skáldsögu eftir mig á Spegill.is


Annars er það að frétta að við erum að fá Gest í dag... elsku Charlotte mín er að koma til okkar í 4 daga.  Hún er norsk vinkona mín sem var með mér skiptinemi í Treviso fyrir fyrir 23 árum!!  Það eru 21 ár síðan við hittumst síðast ohh ég hlakka svo til:)

fimmtudagur, september 08, 2011

Skólinn að byrja og zanzare tigre

 Við fórum í skólann hans Hinriks Leonards í dag, 
hittum kennarana hans þær Fiorellu og Margheritu.
Hinrik er að kafna úr spenningi og hlakkar svo mikið til.  
Fiorella og Margherita voru yndislegar og knúsuðu hann og honum leist rosavel á þær.  Önnur talar ensku hin bara ítölsku, en það er víst drengur í bekknum hans sem bjó í Englandi og talar því ensku.
 Hér eru myndir af strákunum mínum í skólanum.. Felix Helgi getur náttúrulega aldrei verið eðlilegur heheh litli trúðurinn minn
 Hinrik byrjar sem sagt á mánudaginn í skólanum, það eru 24 krakkar í bekknum hans og aðeins einn fjórði bekkur.  Skólinn er frá 8.30 - 16.30 og eru skólabúningar í hans bekk.Það eina sem ég þoli ekki á Ítalíu eru helvítis moskító flugurnar, þegar ég bjó hér síðast voru Tígrismoskítóflugur nýkomnar en núna eru þær aldeilis búnar að koma sér fyrir... ég er með ofnæmi fyrir bitunum þeirra og bólgna mjög mikið við hvert bit.. við erum með allskyns eitur í gangi en eitthvað klikkaði í nótt og ég fékk 9 bit!!  ég hef verið að taka ofnæmistöflur og öll þessi bit sem eg hef fengið síðustu tvo mánuði hafa lagað aðeins ofnæmisviðbrögðin... en í nótt fékk ég fyrsta bitið í andlitið.. hlakka ekki til á morgun því bitin eru yfirleitt verri á öðrum degi!

miðvikudagur, september 07, 2011

Peperoncino di Scalea, kommentið!!

 Fengum "fléttu" af chillipipar frá Calabríu frá Leo okkar, Hinrik Leonard ákvað að smakka og getur staðfest að hann er rótsterkur,  Felix Helgi lét sér hins vegar nægja að stilla sér upp í myndatöku með eitt stykki:)

Það er fullt af fólki að lesa bloggið mitt en aðeins 2 eða 3 eru að kommenta... elsku bestu, sendið okkur kveðju.. þó ekki sé nema bara Hæ-Ciao!!

C'e tantissima gente che legge il nostro blog, per favore lasciate un commento.. solo un Ciao.. ci farebbe cosí tanto tanto piacere:)

þriðjudagur, september 06, 2011

Ég á tvo stórkostlega drengi, og yndislega vini. Ho due bimbi stupendi ed amici favolosi:)

 Leo og Elena voru loksins bæði í Róm á sama tíma og komu í mat til okkar...  strákarnir voru yfirspenntir og sofnuðu svo svona á sófanum:)
I nostri bellissimi amici Leo ed Elena, finalmente tutti e due a Roma!


Ég elska þessa mynd sem er á veggnum fyrir ofan rúmið okkar,  
þetta er asnavagn á Sikiley