þriðjudagur, september 27, 2011

Baðherbergið, heim úr skólanum og legó

 Baðherbergið okkar er bleikt og svart og langt!  Felix Helgi skellti sér á kamarinn og tók með sér bók um Róm.. ég gat ekki annað en smellt mynd af honum og svo annari þegar hann sá mig:)  
Þarf náttúrulega ekki að taka fram að ég á bara ótrúlega menningarleg börn! sem nýta hvert tækifæri til að fræðast um borgina sína!!
 Í gær sóttum við Felix Helgi, Hinrik Leonard í skólann, sólin skein og við stoppuðum á bar/kaffihúsi ég fékk mér kaffi en strákarnir fengu sér sætabrauð og rauðan appelsínusafa
Við erum búin að fá símtal frá borginni um að 
Felix Helgi sé kominn inn í leikskólann, nú bíðum við bara eftir að heyra hvenær hann má byrja. 
Hinrik Leonard stendur sig eins og hetja í skólanum,  krakkarnir fylgja honum öll og reyna að hjálpa honum eftir bestu getu.  Hinrik er farin að tala miklu meiri ítölsku en hann gerir sér grein fyrir... þýðir fyrir bróður sinn út á götu og við erum stollt af stráknum okkar!


 Þeir eru duglegir að leika sér saman og hér sést stór legóturn sem þeir reistu saman um helgina..

Hér eru svo legóbyggingar eftir Hinrik Leonard


Lífið gengur sinn vanagang í Róm, við njótum hverrar einustu mínútu og nú eftir tæplega viku verður Hinrik Leonard 9 ára.. þá verða veisluhöld:)  
Við Ingó eigum svo 10 ára brúkaupsafmæli á fimmtudaginn:)  Besta brúkaupsafmælisgjöfin er að vera saman í Róm á þessum tímamótum:)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æðislegt að heyra og ég öfunda ykkur ekkert
kv begga frænka

Nafnlaus sagði...

í draumóratrans kíki ég við annað slagið.

Nína

Íslendingur sagði...

Æðislega flott og menningaleg mamma með menningaleg börn... Svona er allt okkar fólk.
Knús frá Flóró kæra frænka
Ásdís

Nafnlaus sagði...

Prufa / M