Við fórum í skólann hans Hinriks Leonards í dag,
hittum kennarana hans þær Fiorellu og Margheritu.
Hinrik er að kafna úr spenningi og hlakkar svo mikið til.
Fiorella og Margherita voru yndislegar og knúsuðu hann og honum leist rosavel á þær. Önnur talar ensku hin bara ítölsku, en það er víst drengur í bekknum hans sem bjó í Englandi og talar því ensku.
Hér eru myndir af strákunum mínum í skólanum.. Felix Helgi getur náttúrulega aldrei verið eðlilegur heheh litli trúðurinn minn
Hinrik byrjar sem sagt á mánudaginn í skólanum, það eru 24 krakkar í bekknum hans og aðeins einn fjórði bekkur. Skólinn er frá 8.30 - 16.30 og eru skólabúningar í hans bekk.
Það eina sem ég þoli ekki á Ítalíu eru helvítis moskító flugurnar, þegar ég bjó hér síðast voru Tígrismoskítóflugur nýkomnar en núna eru þær aldeilis búnar að koma sér fyrir... ég er með ofnæmi fyrir bitunum þeirra og bólgna mjög mikið við hvert bit.. við erum með allskyns eitur í gangi en eitthvað klikkaði í nótt og ég fékk 9 bit!! ég hef verið að taka ofnæmistöflur og öll þessi bit sem eg hef fengið síðustu tvo mánuði hafa lagað aðeins ofnæmisviðbrögðin... en í nótt fékk ég fyrsta bitið í andlitið.. hlakka ekki til á morgun því bitin eru yfirleitt verri á öðrum degi!
5 ummæli:
Sæl Hildur mín, sá á dögunum að þú varst að "kvarta" yfir að margir skoðuðu en enginn kommentaði...he he he ... ég fylgist reglulega með ykkur ;) Gaman hvað þú ert dugleg að skrifa.....hér í 3ja stiga hitanum á Akureyri er Róm ansi lokkandi....knús á þig og strákana þína ;) Freyja
Gaman að geta fylgst með hvernig gengur hjá ykkur í útlandinu :)
Mikið er hann Felix Helgi líkur honum Gísla Pétri frænda sínum, sérstaklega á efri myndinni!!! Bara alveg eins!
Risa knús og kossar frá Íslandi
Halla Eyberg
ætlaði bara að kvitta fyrir innlitið, gaman að fylgjast með lífinu og tilverunni í róm:)
kveðja magga stína gunna
Gangi þér vel í skólanum Hinrik. Sigursteinn Nói er enn að leika með dýrin og bílana sem hann keypti af þér í fyrra sumar og dýrkar litla rauða bílinn, heldur að það sé Leiftur Mcqueen :)
En ohh mér finns ítalskir skólabúningar svo æðislegir, finnst að þeir ættu að vera hér líka :)
Gangi ykkur öllum vel
Hrafnhildur og co xx
Takk allar flottu konur fyrir að fylgjast með okkur og fyrir að kvitta fyrir innlitið:) Það er svo gott:)
knús úr 35 stigum í Róm
Skrifa ummæli