miðvikudagur, október 10, 2012

Haustar að í Mandela og Róm

Það er komið haust,
en haustið í Mandela er eins og hásumar á Fróni.
Hitastigið læðist niður fyrir 15 á nóttunni og kastalinn er ferskur á morgnanna.. við ætlum nú samt ekki að byrja neitt að setja hitann á strax... þar sem dagarnir bjóða uppá allt að 25 gráðum.. maður klæðir sig bara betur inni!
Strákarnir eru núna búnir að vera í mánuð í skólanum og gengur vel.
Hinrik Leonard er undir miklu álagi,  
kröfurnar eru miklar og hann stendur sig ótrúlega vel.
Felix Helgi vaknar glaður á hverjum morgni og valhoppar í skólann.
Hann er byrjaður að læra stafina í leikskólanum.

Við kvöddum kæra vini á dögunum, elsku Judith og Hjalti eru farin heim til Íslands eftir árs dvöl í Róm og Ólafur Haukur farin í nám til Kóngsins Köben.
Gunna og Ari buðu okkur í kvöldverð til að kveðja þau og hér eru nokkrar myndir.





Þessi mynd hér að ofan er í uppáhaldi,
Hjalti er einstaklega góður vinur strákanna og munu þeir sko svo sannarlega sakna hans!

29. september áttum við Ingó svo brúðkaupsafmæli.
11. ár!!


Strákarnir gáfu mér þessi fallegu viðar armbönd


Við eyddum helginni í Róm.. eins og flestum helgum núna..
hér eru nokkrar myndir af litlu íbúðinni okkar í Trastevere:











og nágrenninu...














Nóg í bili!