miðvikudagur, apríl 27, 2005

Róm ég er að koma heim!

Þann 12 maí fer ég til Rómar í 8 daga sem fararstjóri fyrir Heimsferðir. Ég hlakka svo til að ég er alveg að missa mig er ekki búin að koma "heim" í tæplega 4 ár.. algert hneyksli! Dóra spyr í commenti: hver er þessi apótekari!? Apótekarinn er ópera eftir Haydn sem Ingó er að leikstýra í óperunni. Frumsýning á föstudaginn. 5 sýningar og frítt inná þær allar svo látið sjá ykkur. Góða nótt krúttin mín.

miðvikudagur, apríl 20, 2005


Búðin mín

Lifandi auglýsing fyrir HiN design

Helgi, Hillípillí og Bryndís

Gísli Pétur, Helgi, Elías Hrafn, Bryndís og Kittý við opnun Pjúru á laugardaginn

Búið að opna búð!

Þá er búið að opna búðina og ég verð að fara að vera dugleg að framleiða fleiri föt, það eina sem ég á nóg af eru húfur og barnabuxur.. farið og kaupið!! Verð að vinna á fimmtudögum frá 12 til 18 verður sennilega opið núna á sumardaginn fyrsta. Annars nóg að gera í vinnunni og Apótekarinn á fullri fart. Frumsýning 29. apríl. kl 20. Er kannski að fara til Ítalíu eftir 3 vikur!!!!!!!!!!!!!!!!!! Segi ekki meir.. fyrr en á föstudag.. get ekki beðið.

miðvikudagur, apríl 13, 2005




Við látum drauminn rætast og opnum verslun með íslenskri fatahönnun laugardaginn 16. apríl. Opið verður frá kl. 12 til 17 og vildum við gjarnan sjá þig/ykkur á þessum tíma til að samgleðjast okkur. Verslunin er staðsett í Ingólfsstræti 8, gengið inn hjá Frú Fiðrildi. Annars er verslunin opin þriðjudaga til föstudaga kl. 12 til 18 og laugardaga kl. 12 til 17.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Elín, Hildur, Íris og Kolbrún
elina, HIN, Krúsilíus og Kow

laugardagur, apríl 09, 2005

RaiDue

Fjórar fræknar konur geta ekki komið sér saman um nafn.. og leyst ekkert á það að draga það úr hatti... eins og ég stakk uppá... núna eru allir orðnir voðapirraðir og sumir meira en aðrir og spurning hvernig samstarfið muni ganga í framtíðinni.. förum á sunnudaginn og byrjum að rífa niður veggi til þess að geta opnað búðina á laugardaginn 16. mars. Á morgun munum við hittast og vonandi endanlega ákveða nafnið.
Ég reyni að sauma eins mikið og ég get þessa dagana en hefur verið erfitt þar sem Hinrik er búin að vera lasin.

Stöð 2 vann sér aldeilis inn punkta þennan mánuðinn.. byrjaði að senda út RaiDue, ítalska sjónvarpsrás og mér finnst ég hafa dottið 4 ár aftur í tímann! Ég sakna Ítalíu svo ofboðslega mikið og fann það svo glöggt þegar ég fór að horfa á ítalskt daytime television... ég byrjaði strax að hugsa á ítölsku! Elska málefnalega fréttatíma og góða fréttamennsku um útför Páfa og allt tilstand í Róm þessa dagana..
á ekki til orð yfir óvandaðri fréttamennsku stöðvar 2 .. hefur hrakað svo ofboðslega síðustu vikurnar...

mölbúabananalíðveldið Ísland.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hika

Fröken Fix gekk því miður ekki upp þar sem föndurverslun á netinu heitir sama nafni. Held við séum að sættast á Hika sem eru upphafstafir okkar allra stelpnanna. Hildur, Íris, Kolbrún og (Elín) Arndís. Verður ákveðið endalenga í kvöld....

mánudagur, apríl 04, 2005

NAFNIÐ KOMIÐ!!

Hún mun heita:
FRÖKEN FIX

Lovit!!

Mamma gamla kom með nafnið og á miklar og góðar þakkir fyrir.