laugardagur, apríl 09, 2005

RaiDue

Fjórar fræknar konur geta ekki komið sér saman um nafn.. og leyst ekkert á það að draga það úr hatti... eins og ég stakk uppá... núna eru allir orðnir voðapirraðir og sumir meira en aðrir og spurning hvernig samstarfið muni ganga í framtíðinni.. förum á sunnudaginn og byrjum að rífa niður veggi til þess að geta opnað búðina á laugardaginn 16. mars. Á morgun munum við hittast og vonandi endanlega ákveða nafnið.
Ég reyni að sauma eins mikið og ég get þessa dagana en hefur verið erfitt þar sem Hinrik er búin að vera lasin.

Stöð 2 vann sér aldeilis inn punkta þennan mánuðinn.. byrjaði að senda út RaiDue, ítalska sjónvarpsrás og mér finnst ég hafa dottið 4 ár aftur í tímann! Ég sakna Ítalíu svo ofboðslega mikið og fann það svo glöggt þegar ég fór að horfa á ítalskt daytime television... ég byrjaði strax að hugsa á ítölsku! Elska málefnalega fréttatíma og góða fréttamennsku um útför Páfa og allt tilstand í Róm þessa dagana..
á ekki til orð yfir óvandaðri fréttamennsku stöðvar 2 .. hefur hrakað svo ofboðslega síðustu vikurnar...

mölbúabananalíðveldið Ísland.

Engin ummæli: