föstudagur, júlí 27, 2007

Lokadagurinn í Lindarborg og Ingó bakar...

Síðasti dagur Hinriks á Lindarborg var í dag. Hér sjást leikskólakennararnir sem voru að vinna í dag,
María Erla, Maggý, Hólmfríður og Bjarni
Hinrik Leonard og Felix Helgi
Í kvöld bakaði Ingó brauð og sat svo fyrir á þessum myndum.
Brauðið bragðast jafn vel og það lítur út...

Jói Fel hvað?!

Þetta brauð kostar 50 krónur! Ekki 490!
fimmtudagur, júlí 26, 2007

sunnudagur, júlí 15, 2007

Piss

Leikskólavinur Hinriks er nýfluttur í hverfið. Hann býr í stórri blokk hér rétt hjá og eru þeir búnir að leika sér stöðugt saman síðan. Í gær var vinurinn að fara heim eftir kvöldmat og fyrir utan blokkina sína hitti hann fyrir tvo drengi uþb 5 ára. Strákarnir tóku af honum nýja hlaupahjólið hans, girtu niður um sig og pissuðu á hann! Ég er ekki að grínast! Þetta horfði svo annar pabbinn á út um gluggann! Nú þorir Hinrik ekki að labba einn til vinar síns, og við Ingó skiptumst á að fara með hann.
Ég kemst ekki yfir þennan öfuguggahátt hjá börnum en ég er nú búin að sjá það hér í hverfinu hvað félagsskapurinn skiptir miklu máli. Því hér eru börn sem breytast eftir því við hvern þau eru að leika og annað; hér á Völlunum eru krakkar voðalega uppteknir af því hvað er þeirra lóð... búa kannski í 50 íbúða blokkum og vísa skilyrðislaust krökkum úr öðrum blokkum af lóðinni sinni!

Heimur versnandi fer... eða hvað.
Hinrik á sem betur fer góða vini hér og eru sérstaklega 3 systkyni, 3,5 og 9 ára vinsæl og svo annar 9 ára. Þessir stóru hafa endalausa þolinmæði í að leika við Hinrik og hann dýrkar þá!

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Álfahúfur


Ég er með flottustu fyrirsætu í bænum...

Á fyrstu myndunum er hann með of stóra húfu en hann er flottastur hann Hinrik minn!!Nýtt snið á húfum!