föstudagur, nóvember 26, 2010

8485 enn og aftur


Ég skrifa ykkur til að mæla með henni Rósu G. Erlingsdóttur, vinkonu minni og frambjóðanda númer 8485 til stjórnlagaþings. Rósa er mjög klár og flink í samstarfi. Hún hefur komið miklum breytingum til leiðar alls staðar sem hún hefur komið að. Hún er einstaklega kjörkuð, ósérhlífin og hefur skýra sýn.
Rósa leggur áherslu á lýðræðisumbætur, mannréttindi, jafnréttismál og umhverfismál. Rósa er eini frambjóðandinn mér vitanlega sem vill að starfsemi óháðrar mannréttindastofnunar skv. fyrirmælum SÞ verði tryggð í stjórnarskrá.

Rósa er menntaður stjórnmálafræðingur og stundar nú doktorsnám í faginu þar sem hún beinir sjónum að efnahagshruninu á Íslandi, fyrirgreiðslustjórnmálum og lýðræðisþróun. Rósa hefur búið bæði í Þýskalandi og Danmörku og er víðsýn og reynd.

Mér finnst skipta miklu máli að konur komi vel út úr kosningunum á morgun. Úrslitin hafa forspárgildi fyrir einmenningskjör auk þess sem landið er eitt kjördæmi í þessum kosningum. Það væru mjög sterk skilaboð og sigur í jafnréttisbaráttunni ef jöfnunarsætin verða notuð til annars en að jafna kynjaskiptingu þeirra sem sitja stjórnlagaþingið. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til þess að svo megi verða.

Gleðilegan kjördag!

laugardagur, nóvember 20, 2010

8485

Þegar ég var 18 kynntist ég Rósu vinkonu minni... ég hef í 20 ár
leitað til hennar þegar ég hafði spurningar um stjórnmál því hún er
svo skelegg og vitur... hún hefur aldrei sagt mér hvað ég á að kjósa
en ávalt náð að lýsa fyrir mér áherslum hinna ýmsu sjónarmiða... og ég
treysti henni hundrað prósent... þess vegna styð ég hana á
Stjórnlagaþing og langar til að biðja ykkur um að kynna ykkur hana.

takk elskurnar

kveðja
Hildur
8485 Rósin mín:)