þriðjudagur, apríl 21, 2020

Til hamingju með daginn Róm

2773 ára í dag elsku Róm.
Það rignir í dag, aftur.
Himininn grætur af gleði vonandi vegna þess að
Róm hefur aldrei verið eins falleg og þessa dagana.
Engir túristar, engir betlarar, ekkert kraðark.
Fuglarnir syngja af gleði og mengunin í sögulegu lágmarki!
Þetta lag var sungið í brúðkaupinu okkar Ingó þann 29. september 2001
Elsku Margrét Eir okkar flutti af einstakri list!


Verst að geta ekki notið borgarinnar eins og hún er í dag.

Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því ástandi sem er hér á Ítalíu.
Við sem erum alin upp á gamla góða Fróni þekkjum ekki lögregluríki...
ekki heldur strákarnir mínir sem eru búnir að alast upp hér í Róm sl 9 ár.

En við erum núna háð duttlungum lögreglumanna.
Ef við viljum fara út að versla, í apótekið eða með hundinn
(annað er ekki leyfilegt)
þá þurfum við að skrifa undir yfirlýsingu um hvað við séum að fara að gera.
Ef lögreglumaðurinn sem spyr okkur um skilríki og yfirlýsingu ákveður að 
hann telji okkur ekki eiga erindi... 
eða að við séum að ganga of langa leið í búðina eða...
 eða...
þá getur hann sektað okkur um 300 til 4000 evrur.

Við höfum séð fullt af sögum af fólki sem sektað hefur verið fyrir fáránlegar sakir...
eins og Hjúkrunarfræðingurinn sem kom með ferjunni eftir langa vakt í eyjunni Capri, 
hún beið og beið eftir eiginmanni sínum 
sem ætlaði að sækja hana þar sem strætó var hættur að ganga...
hann hafði verið stoppaður á leiðinni af lögreglunni og fékk ekki að sækja hana.
Sem betur fer komu aðrir lögreglumenn að henni þar sem hún beið og þeir skutluðu henni heim.

Það er alveg ljóst að þó að gert sé ráð fyrir að Fasi 2 byrji 4 maí þá verður ekki farið hratt af stað og mjög líklega verðum við enn nokkuð heft kannski sem betur fer.
Við erum á góðum stað. Okkur líður ágætlega. 
Strákarnir standa sig einstaklega vel í skólanum.
Ég er hins vegar enn nokkuð lasin og veit svo sannarlega ekki hvar ég væri 
andlega og líkamlega ef ég hefði ekki þakið.

Talandi um þakið, hér er Sítrónutrésuppdate


Svona er trjábolurinn svartur núna


en hér að ofan sést að hægt og rólega er myglan að fara af

Hér að neðan eru svo nærmyndir af laufblöðum, sum hreinsuð en önnur enn með helv.. pöddunum enn á blöðunum.Damatískur himinn á afmælisdaginn!!!

mánudagur, apríl 20, 2020

Garðyrkjustörf með meiru

Svona var staðan um helgina, sólin skein, ég baðaði mig í sólarvörn og....


Fékk mér einn bjór á þakinu og las úr spjaldbókinni minni.

Hér sjáum við tvo kunningja sem eiga hunda spjalla saman á Covid tímum!


Þessi datt af nálinni um helgina.
30400 krossar!!


Hér sjást Dalíur sem ég setti niður á Sunnudaginn. 
Hlakka til að sjá þær koma upp!


Og þetta er sítrónutréð okkar hér í Circolo.
Það er búið að eiga mjög erfitt í nokkur ár sníkjudýr hafa ráðist á það og það nær ekki að bera ávexti útaf þessum innrásum.
Núna er bolurinn svartur af myglu og laufblöðin líka...
ég ákvað um helgina að lækna greyjið....
komst að því að það eru sníkjudýr sem eru undir laufblöðunum sem eru að drepa plöntuna...
ég réðst á þau með brúnsápu og ediki. 
Svo klipptum við plöntuna vel niður.


Svona lítur hún út í dag.
Hægt og rólega er ég að þrífa hvert einasta laufblað
álpappírinn hjálpar til við að losna við maura
og myntuplantan er náttúrúleg pödduvörn
Leyfi ykkur að fylgjast með!


Hér sést hluti af garðyrkjuvinnunni minni um helgina....
þessar myndir eru teknar í dag
en það er rigning núna og á að vera næstu 2 daga.
Hitinn slefar í 20 gráður og gott verður að sjá hvað skúrarnir gera fyrir plönturnar okkar!Hér að neðan eru svo skemmtilegar myndir sem ég er búin að vera að sanka að mér á netinu.

Úkraína klikkar ekki!

Hér erum við komin til Ítalíu

Sjáið þið mig?Annars heyrði ég í fréttum í gær að þeir væru hættir við að pæla í Plexiglas hugmyndinni á ströndinnni!  Hjúkk!

Hér er sveitahundurinn minn hann Logi!
Situr í arfanum og moldinni og nagar vatnsslöngu!

Rökkur á þakinu um helgina.

miðvikudagur, apríl 15, 2020

Taxi, snákur og sumarið

Jæja fór á spítalann í gær og náði ekki að taka neinar myndir.
Andrúmsloftið var rafmagnað og ég þurfti ekkert að bíða eða hangsa eins og
 venjulega þegar ég á tíma hjá sérfræðingi.
Ingó fékk auðvitað ekki að koma með mér inn.
Það voru fáir sjúklingar og ég fann mikla spennu í læknum og hjúkrunarfólki.
Hér eru myndir af leigubílnum sem keyrði okkur á San Camillo.


Það er búið að setja þykkt plast á milli bílstjóra og farþega.
Aðeins má flytja tvo farþega í einu.
Allir með grímu og hanska.


Bíllinn er sótthreinsaður tvisvar á dag.
Sama verð og venjulega sem er mjög ódýrt eins og allar samgöngur í Róm.

Í dag mega bóka og ritfangaverslanir, tölvubúðir, barnafataverslanir ofl opna,
en ég veit að litlu búðirnar munu sennilega ekki opna.
Vinkona mín á Antíkbúð og hún selur mikið af bókum og mætti þar af 
leiðandi opna sína búð núna en hún mun ekki gera það.
Í reglunum segir að sótthreinsa þurfi búðina tvisvar á dag.
Fyrir hana væru það 300 evrur á dag eða 47.000 krónur á gengi dagsins í dag.
Það bara borgar sig ekki.

Eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur þá hefur þetta lockdown áhrif á dýraríkið okkar.

Jákvæðar fréttir af höfrungum í höfninni í Cagliari (Sardiníu)
Fiskum í canalnum í Feneyjum
Himalayafjöllum sem loksins sjást vegna minni mengunnar osfrv

Í Róm eru fréttirnar þessar;

Risa snákur fannst inní miðri borg, Við Via delle Milizie sem er rétt hjá Vatíkaninu.
Það tók lögregluna 3 klukkutíma að ná honum 
Rotturnar eru líka farnar að færa sig uppá skaptið!!

En snúum okkur nú aftur að innilokuninni.

Dagur 38 í dag!!!

Það er orðið nokkuð ljóst (þó ekki staðfest enn) að skólarnir munu ekki opna aftur fyrr en í haust
og þá er líklegt að það verði með breyttu sniði.
Gera má ráð fyrir að drengirnir mínir muni mæta hálfa vikuna í skólann og hin helminginn í online tíma heima... eða CyberSchool eins og það er kallað á okkar heimili.

Ítalir eru uggandi yfir sumrinu.

Hugmyndin er að við förum af stigi 1 (lockdown) niður í stig 2 þann 4 maí,
hægt og rólega mun lífið færast á rétt ról en gert er ráð fyrir 6 til 8 mánuðum á stigi 2.

Hvað gerist þá í sumar??

Hér eru nokkrar hugmyndir sem birtast nú í fjölmiðlum.
Hvað finnst ykkur??mánudagur, apríl 13, 2020

Pasquetta

Ég eldaði magnaðan páskamat í gær.
En ég byrjaði á að sjóða kartöflur og uppúr kartöflupokanum kom þetta fallega hjarta 


Sumir sjá kannski rass????


Ég eldaði páskalamb úr Panella súpermarkaðnum okkar.
Þetta er læri sem búið er að skera til hálfs...
ég stakk rósmaríngreinum af þakinu inn í kjötið, með smá dass af ólivuolíu og salti og pipar. Lambakjöt, brúnaðar kartöflur, svepparjómasósa, rósakál í laktósafríum rjóma og baunir.


Ég gerði líka pólska páskaskinku og svona leit minn diskur út


Logi fékk svo beinin og svona kúrði hann hjá mér í gær
algerlega rotaður!


Annars er lítið að frétta úr quarantenunni okkar.
Dagur 36 í dag.
Það er hálfskýjað og ég er byrjuð að sinna húsverkum hér í Circolo.
Ætla að þvo og sótthreinsa allar sængur og kodda og setja svo í vakúmpakkningu.

Á morgun á ég tíma á spítalanum hjá Gigtarsérfræðingi. 
Ég er með miklar aukaverkanir af lyfjunum mínum og þá sérstaklega í liðunum á fingrunum.
Þessi tími átti að vera 10 mars en var auðvitað frestað.
Þeir hringdu svo í mig í síðustu viku og klukkan 8.30 í fyrramálið mæti ég á spítalann.
Er nokkuð spennt að sjá hvernig umhverfið verður mun gera mitt besta til að laumast til að taka myndir fyrir ykkur.
Hinrik byrjar aftur í skólanum í fyrramálið... í tölvunni auðvitað en Felix ekki fyrr en á miðvikudaginn.

Nóg í bili.

sunnudagur, apríl 12, 2020

Gleðilega Páska

2020 átti sko að vera mitt ár....
og það hefur ekkert breyst.
Fyrir ári síðan greindist ég með brjóstakrabbamein og fyrir ári síðan hætti ég að reykja.


Ég trúi því varla sjálf að ég hafi getað gert þetta.
Hætti, notaði nikótíntyggjó í tvær vikur og hætti því svo...
Tyggjóið var alltof gott!

Ég hef enn trú á því að 2020 verði árið mitt.
 Reyklaus

og krabbalaus

Morgunmatur

Drottningin
Í öðrum fréttum.
Lockdown framlengt til 3 maí.
Á þriðjudag má opna bóka og ritfangaverslanir, tölvubúðir, barnafataverslanir og eitthvað fleira.
En á Norður Ítalíu segjast fáir vilja opna.
Það eru ekki til grímur og varnarbúnaðir fyrir fólkið sem vinnur í þessum búðum.

Við bíðum...

Gleðilega Páska elsku vinir og fjölskylda.

fimmtudagur, apríl 09, 2020

Skírdagur

Eins og ég er búin að sýna hér þá hef ég verið að sauma grímur vegna þess að grímur eru algerlega ófáanlegar hér í Róm.  Ég er búin að lesa mig mikið til og skoða snið og efni 
og er núna farin að nota ryksugupoka sem filter í bómullargrímurnar.  
Ég hins vegar datt í lukkupottinn í fyrradag þegar ég þurfti að hlaupa í Apótekið mitt á 
Piazza della Scala og Fabio og Alice lyfjafræðingar og vinir mínir stungu að mér grímu sem þau 
voru að fá senda frá Kína

...
og nú geng ég undir nafninu 
"Öndin"

Annars er fimmtudagur, Skírdagur í dag.
En það ótrúlega við Ítalíu, það rammkaþólska land.. 
er að Skírdagur og Föstudagurinn langi eru ekki helgidagar!

Ég skrapp út í Conad áðan og beið í röð til að komast inn:Allir virða hér fjarlægðir og bíða þolinmóðir.
Fékk svo plashanska þegar ég fór inn, en ég var bara með hanska á hægri þar sem ég átti bara einn áður en ég fór út... 
en ég keypti nýja í Conad.


Þegar ég labbaði svo heim sá ég lögregluna með einn af sínum öryggistálmum við Viale Trastevere.
Stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af Páskadegi og sérstaklega Öðrum í Páskum vegna þess að hér er hefð að fara í Lautarferð á Annan í Páskum.
Nú er það auðvitað bannað og verða þyrlur á sveimi yfir okkur til að skoða hvort nokkur sé að brjóta bannið með því að vera með Picknic í þakgörðum fjölbýlishúsa.
Við erum í lagi þar sem við erum hér ein í húsinu... engi hætta á að samkomubannið verði rofið þó við förum öll uppá þak!


Þessa tók ég útum gluggann minn í gær, þar sem garðyrkumennirnir voru að dytta að trjánum og slá.


og svo smá fynd í lokin.