mánudagur, apríl 13, 2020

Pasquetta

Ég eldaði magnaðan páskamat í gær.
En ég byrjaði á að sjóða kartöflur og uppúr kartöflupokanum kom þetta fallega hjarta 


Sumir sjá kannski rass????


Ég eldaði páskalamb úr Panella súpermarkaðnum okkar.
Þetta er læri sem búið er að skera til hálfs...
ég stakk rósmaríngreinum af þakinu inn í kjötið, með smá dass af ólivuolíu og salti og pipar.



 Lambakjöt, brúnaðar kartöflur, svepparjómasósa, rósakál í laktósafríum rjóma og baunir.


Ég gerði líka pólska páskaskinku og svona leit minn diskur út


Logi fékk svo beinin og svona kúrði hann hjá mér í gær
algerlega rotaður!


Annars er lítið að frétta úr quarantenunni okkar.
Dagur 36 í dag.
Það er hálfskýjað og ég er byrjuð að sinna húsverkum hér í Circolo.
Ætla að þvo og sótthreinsa allar sængur og kodda og setja svo í vakúmpakkningu.

Á morgun á ég tíma á spítalanum hjá Gigtarsérfræðingi. 
Ég er með miklar aukaverkanir af lyfjunum mínum og þá sérstaklega í liðunum á fingrunum.
Þessi tími átti að vera 10 mars en var auðvitað frestað.
Þeir hringdu svo í mig í síðustu viku og klukkan 8.30 í fyrramálið mæti ég á spítalann.
Er nokkuð spennt að sjá hvernig umhverfið verður mun gera mitt besta til að laumast til að taka myndir fyrir ykkur.
Hinrik byrjar aftur í skólanum í fyrramálið... í tölvunni auðvitað en Felix ekki fyrr en á miðvikudaginn.

Nóg í bili.

Engin ummæli: