þriðjudagur, apríl 21, 2020

Til hamingju með daginn Róm

2773 ára í dag elsku Róm.
Það rignir í dag, aftur.
Himininn grætur af gleði vonandi vegna þess að
Róm hefur aldrei verið eins falleg og þessa dagana.
Engir túristar, engir betlarar, ekkert kraðark.
Fuglarnir syngja af gleði og mengunin í sögulegu lágmarki!
Þetta lag var sungið í brúðkaupinu okkar Ingó þann 29. september 2001
Elsku Margrét Eir okkar flutti af einstakri list!


Verst að geta ekki notið borgarinnar eins og hún er í dag.

Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því ástandi sem er hér á Ítalíu.
Við sem erum alin upp á gamla góða Fróni þekkjum ekki lögregluríki...
ekki heldur strákarnir mínir sem eru búnir að alast upp hér í Róm sl 9 ár.

En við erum núna háð duttlungum lögreglumanna.
Ef við viljum fara út að versla, í apótekið eða með hundinn
(annað er ekki leyfilegt)
þá þurfum við að skrifa undir yfirlýsingu um hvað við séum að fara að gera.
Ef lögreglumaðurinn sem spyr okkur um skilríki og yfirlýsingu ákveður að 
hann telji okkur ekki eiga erindi... 
eða að við séum að ganga of langa leið í búðina eða...
 eða...
þá getur hann sektað okkur um 300 til 4000 evrur.

Við höfum séð fullt af sögum af fólki sem sektað hefur verið fyrir fáránlegar sakir...
eins og Hjúkrunarfræðingurinn sem kom með ferjunni eftir langa vakt í eyjunni Capri, 
hún beið og beið eftir eiginmanni sínum 
sem ætlaði að sækja hana þar sem strætó var hættur að ganga...
hann hafði verið stoppaður á leiðinni af lögreglunni og fékk ekki að sækja hana.
Sem betur fer komu aðrir lögreglumenn að henni þar sem hún beið og þeir skutluðu henni heim.

Það er alveg ljóst að þó að gert sé ráð fyrir að Fasi 2 byrji 4 maí þá verður ekki farið hratt af stað og mjög líklega verðum við enn nokkuð heft kannski sem betur fer.
Við erum á góðum stað. Okkur líður ágætlega. 
Strákarnir standa sig einstaklega vel í skólanum.
Ég er hins vegar enn nokkuð lasin og veit svo sannarlega ekki hvar ég væri 
andlega og líkamlega ef ég hefði ekki þakið.

Talandi um þakið, hér er Sítrónutrésuppdate


Svona er trjábolurinn svartur núna


en hér að ofan sést að hægt og rólega er myglan að fara af

Hér að neðan eru svo nærmyndir af laufblöðum, sum hreinsuð en önnur enn með helv.. pöddunum enn á blöðunum.Damatískur himinn á afmælisdaginn!!!

Engin ummæli: