föstudagur, apríl 03, 2020

Bjartsýni borgar sig


Valdi mér þennan límmiða í gær.. sendi skilaboð út í KOSMOSIÐ
og viti menn...
í dag skrifaði ég undir starfslokasamning í gömlu vinnunni minni.


Þetta er búin að vera mjög, mjög erfitt ferðalag sem loksins er á enda.


Við Ingó þurftum að skella okkur í annað hverfi sem er í 2 km fjarlægð og bíða svo í 
10 mínútur fyrir utan gamla vinnustaðinn minn.
Ferðin í dag var hreint út sagt óraunveruleg...
venjulega tekur uþb 15 minútur að keyra þessa leið stundum allt uppí 25 mínútur.
Á sunnudögum ca 10 min,
í dag tók þessi bílferð 3 til 4 mínútur.
Engin traffík, göturnar algerlega tómar og við lentum alltaf á grænu ljósi.
Lögreglan var að tékka á bílum við stóru götuna og við þurftum hálfpartinn að fela okkur meðan við biðum!!

Lögreglan er sko ekkert að grínast með sektir í dag.
Upphæðin er 300 til 4000 evrur ef þú ert að flækjast eitthvað að óþörfu.
Það fékk þessi prestur í Calabríu að finna fyrir á dögunum.


en hann ákvað að skella sér í göngu um götur bæjarins með heilagan kross sem farið er með á hverju ári.  Að þessu sinni fór presturinn einn út að ganga og lögreglan stoppaði hann, setti hann í tveggja vikna sóttkví og sektaði um 400 evrur.

Nú er búið að framlengja útgöngubannið sem rann út í dag.
Opinberlega til 14 apríl en ráðamenn hafa ýjað að því að það verði til 1 maí allavegana.

Góðu fréttirnar eru að ég er loksins búin að kaupa sólarvörn!
og vorið er komið og hitinn á uppleið... 18 gráður í dag og 21 á morgun.

Farið varlega elskurnar!

Engin ummæli: