fimmtudagur, apríl 09, 2020

Skírdagur

Eins og ég er búin að sýna hér þá hef ég verið að sauma grímur vegna þess að grímur eru algerlega ófáanlegar hér í Róm.  Ég er búin að lesa mig mikið til og skoða snið og efni 
og er núna farin að nota ryksugupoka sem filter í bómullargrímurnar.  
Ég hins vegar datt í lukkupottinn í fyrradag þegar ég þurfti að hlaupa í Apótekið mitt á 
Piazza della Scala og Fabio og Alice lyfjafræðingar og vinir mínir stungu að mér grímu sem þau 
voru að fá senda frá Kína

...
og nú geng ég undir nafninu 
"Öndin"

Annars er fimmtudagur, Skírdagur í dag.
En það ótrúlega við Ítalíu, það rammkaþólska land.. 
er að Skírdagur og Föstudagurinn langi eru ekki helgidagar!

Ég skrapp út í Conad áðan og beið í röð til að komast inn:



Allir virða hér fjarlægðir og bíða þolinmóðir.
Fékk svo plashanska þegar ég fór inn, en ég var bara með hanska á hægri þar sem ég átti bara einn áður en ég fór út... 
en ég keypti nýja í Conad.


Þegar ég labbaði svo heim sá ég lögregluna með einn af sínum öryggistálmum við Viale Trastevere.
Stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af Páskadegi og sérstaklega Öðrum í Páskum vegna þess að hér er hefð að fara í Lautarferð á Annan í Páskum.
Nú er það auðvitað bannað og verða þyrlur á sveimi yfir okkur til að skoða hvort nokkur sé að brjóta bannið með því að vera með Picknic í þakgörðum fjölbýlishúsa.
Við erum í lagi þar sem við erum hér ein í húsinu... engi hætta á að samkomubannið verði rofið þó við förum öll uppá þak!


Þessa tók ég útum gluggann minn í gær, þar sem garðyrkumennirnir voru að dytta að trjánum og slá.


og svo smá fynd í lokin.


1 ummæli:

Unknown sagði...

Gangi ykkur vel mín kæra :)