miðvikudagur, október 10, 2012

Haustar að í Mandela og Róm

Það er komið haust,
en haustið í Mandela er eins og hásumar á Fróni.
Hitastigið læðist niður fyrir 15 á nóttunni og kastalinn er ferskur á morgnanna.. við ætlum nú samt ekki að byrja neitt að setja hitann á strax... þar sem dagarnir bjóða uppá allt að 25 gráðum.. maður klæðir sig bara betur inni!
Strákarnir eru núna búnir að vera í mánuð í skólanum og gengur vel.
Hinrik Leonard er undir miklu álagi,  
kröfurnar eru miklar og hann stendur sig ótrúlega vel.
Felix Helgi vaknar glaður á hverjum morgni og valhoppar í skólann.
Hann er byrjaður að læra stafina í leikskólanum.

Við kvöddum kæra vini á dögunum, elsku Judith og Hjalti eru farin heim til Íslands eftir árs dvöl í Róm og Ólafur Haukur farin í nám til Kóngsins Köben.
Gunna og Ari buðu okkur í kvöldverð til að kveðja þau og hér eru nokkrar myndir.





Þessi mynd hér að ofan er í uppáhaldi,
Hjalti er einstaklega góður vinur strákanna og munu þeir sko svo sannarlega sakna hans!

29. september áttum við Ingó svo brúðkaupsafmæli.
11. ár!!


Strákarnir gáfu mér þessi fallegu viðar armbönd


Við eyddum helginni í Róm.. eins og flestum helgum núna..
hér eru nokkrar myndir af litlu íbúðinni okkar í Trastevere:











og nágrenninu...














Nóg í bili!


fimmtudagur, september 20, 2012

Haust og Hamingjan

Hvernig er hamingjan á litin?
Nú er hamingjan í haustlitunum...
það er haust í Mandela, 
hitinn í kringum 20 gráður og allir komnir í jakka og síðbuxur
Eftir hádegi fer hitinn oft yfir 20° 
og maður klæðir sig eins og lauk...
en þannig orða ítalir það 
þegar maður er í mörgum lögum af fötum 
svo maður geti farið úr eða í eftir hitastigi.

Stundum horfi ég út um gluggann og velti fyrir mér orðum sem geta lýst því hvernig mér líður í þessu nýja lífi okkar;
ljósblár eins og himininn
grænn eins og trén
grár eins og ólívutrén
brúnn eins og asninn í næsta garði
rauður eins og fyrstu laufblöðin sem falla af trjánum
gulur eins og sólin, endalaus og heit
túrkís eins og sjórinn

orðin eru litir...
tilfinningarnar eru litir...
lífið er í lit...
hamingjan er haust

mánudagur, september 17, 2012

Nýr kafli


Hér sjást mamma og Auður móðursystir mín á Campi.
Þær komu í heimsókn í tvær vikur og það var alveg yndislegt að fá þær til okkar.
Við lokuðum þannig frábæru og óvenjulegu sumri... 
hér á eftir koma nokkra myndir frá þorpshátíðinni okkar í Mandela sem fór fram 7, 8, og 9 september


Föstudagur á pizzeriu...


Við vorum vakin á hverjum morgni með fallbyssuskotum... púðurkerlingar sem puððruðust uppí loft með miklum látum!


Laugardags og sunnudagsmorgun var messa á torginu hér við kastalann, fyrri morguninn var það Madonnan sjálf sem var heiðruð..


Á laugardeginum fór ég með strákana uppí þorp, mamma og Auður fóru með Ingó að skoða Róm á meðan..



Dansað á torginu!



Hátíðinni lauk svo með heljareinar flugeldasýningu, sem var sú flottasta sem við höfum séð.. já ég endurtek, flottasta sem við höfum séð... !


Svo skrapp Felix Helgi til rakarans!  Auðvitað er fyrst hárþvottur!


Sætu stelpurnar í Mollinu!


Og svo kom að kveðjustund, 13. september fóru Mamma og Auður heim til Íslands og sama dag byrjuðu strákarnir aftur í skólanum.




Það er alltaf erfitt að kveðja, 
en verst af öllu að kveðja mömmu sína.
Mömmur eru einstakar það er alveg á hreinu!


Á leiðinni í skólann, Geraldine horfir á okkur út um gluggann.


Þá hófst nýr kafli hjá kastalafjölskyldunni,
nú erum við með litla íbúð í miðborg Rómar.
Þar sem við ætlum að eyða sem flestum helgum.
Eftir skóla á föstudaginn fórum við strákarnir með lestinni í nýju íbúðina!



hér erum við komin í Via Lungara í Trastevere..




Hinrik við útidyrahurðina


uppá þaki er dásamlegt að vera!





uppáhalds!


í sporvagninum!



Sunnudagur uppá þaki. 
Besta pizza al taglio í Róm...

Nýr kafli, nýtt og betra líf.
Kastalinn á virkum dögum og Trastevere um helgar.
Draumur verður að veruleika