Hvernig er hamingjan á litin?
Nú er hamingjan í haustlitunum...
það er haust í Mandela,
hitinn í kringum 20 gráður og allir komnir í jakka og síðbuxur
Eftir hádegi fer hitinn oft yfir 20°
og maður klæðir sig eins og lauk...
en þannig orða ítalir það
þegar maður er í mörgum lögum af fötum
svo maður geti farið úr eða í eftir hitastigi.
Stundum horfi ég út um gluggann og velti fyrir mér orðum sem geta lýst því hvernig mér líður í þessu nýja lífi okkar;
ljósblár eins og himininn
grænn eins og trén
grár eins og ólívutrén
brúnn eins og asninn í næsta garði
rauður eins og fyrstu laufblöðin sem falla af trjánum
gulur eins og sólin, endalaus og heit
túrkís eins og sjórinn
orðin eru litir...
tilfinningarnar eru litir...
lífið er í lit...
hamingjan er haust
Engin ummæli:
Skrifa ummæli