miðvikudagur, júlí 24, 2013

Daglegt líf og strandferð

Það breytist allt þegar sumarið kemur í Mandela.
Tónlistin hljómar um þorpið á kvöldin. 
Hitinn streymir um kroppinn og ljúfur vindur kælir mann niður.  Svæfandi söngur engissprettana gera síestuna að 
nauðsynlegum hluta dagsins.  
Uppúr klukkan fimm förum við hægum en öruggum skrefum 
í átt að Campi þar sem við hittum vini og kunningja... 

Hér sjást bræðurnir með 6 vikna hvolp sem Patrizia vinkona okkar á,  hún heitir KatnissKastala garðurinn okkar!
 
Stundum fáum við heimsókn, í fyrradag kom Claudio vinur Felix Helga og eyddi deginum hjá okkur og fór svo með okkur á Campi.


Hér sjást vinirnir við hádegisverðarborðið.

 
Í síðustu viku fengum við heimsókn frá Svíþjóð.
Andrine kom með Anton og Emblu Ásgeirsbörn og við fórum öll saman á ströndina í Ostia á föstudaginn.
Þetta var fullkomin strandferð, vorum komin klukkan 10 á ströndina og krakkarnir með Ingó léku sér í sjónum fram að hádegi.
Á meðan naut undirrituð þess að fá nudd frá einni af fjölmörgu kínverksu nuddkonunum sem bjóða þjónustu sína á ströndinni.
Við borðuðum svo hádegishressingu á veitingastaðnum á ströndinni og svo fóru að heyrast þrumur og eldingar sáust í fjarska.. hitinn lækkaði þá allverulega.. úr 30 gráðum í 25.. og margir fóru að halda heim.. en öldungarnir á ströndinni sögðu okkur að rigninginn myndi ekki ná til okkar... við nutum þess þá að leggja okkur og viti menn.. öldungarnir klikkuðu ekki.. uppúr klukkan 14 fór sólin að skína aftur.. þetta varð til þess að hitinn varð aldrei óbærilegur og krakkarnir fóru svo aftur í sjóinn og léku sér fram eftir degi.

Frændsystkynin Anton, Hinrik, Embla og Felix í lestinni á leið á ströndina, um 30 mín. ferð.Hádegishressing

To cool for school
Feðgar að leik!

Nóg í bili... yfir og út!

þriðjudagur, júlí 16, 2013

Engisspretturnar eru komnar

Loksins loksins er engissprettusöngurinn 
farinn að hljóma í Mandela!
Það þýðir að sumarið er loksins komið.. 
og síðustu daga hefur sólin skinið skært 
og rigningin haldið sig til hlés að mestu leiti. 

Þessi heimsótti mig inní svefnó í lok júní í fyrra..
held að þær séu ekki orðnar svona stórar núna og þær komast alls ekki inn núna.. eiginmaðurinn búin að festa flugnanetið það fast að engin getur skriðið meðfram!

Á föstudaginn fórum við í göngutúr hér í kastalagarðinum okkar.
Tókum nokkra þorpsbúa með sem aldrei hafa séð inní garðinn,
Hann er lokaður með hliði og hafa markgreifarnir ekkert verði mikið að hleypa almúganum þar inn.Á meðan við biðum eftir fólkinu tók ég þessar tvær myndir 
þar sem ég sat á torginu hér fyrir utan kastalann,
Sú fyrri er af einkakirkju Markgreifafjölskyldunnar,
og hin af litlum garði sem er hér í þorpsbrekkunni. 

Þegar við gengum svo um garðinn upplifðum við alveg nýja tilfinningu, það er búin að vera hópur af garðyrkjumönnum að grisja og taka í burtu ónýt tré og gróður.

Garðurinn var hannaður af frönskum konunglegum garðyrkjumönnum sem komu hér með Giuliu Bonaparte 
(mér skilst að hún hafi verið barnabarn hins eina sanna Napoleons Bonaparte) í kringum 1850.. 
Hún var unnusta þáverandi Markgreifa og tók aldeilis til hendinni.  Síðustu 60 ár ca. hefur ekkert verið gert í garðinum, lítið viðhald og ég hef heyrt að gamli Greifinn hafi alls ekki viljað að neinn myndi snerta það sem forfeður hans voru búnir að skapa.

Í þau tvö skipti sem snjóað hefur eitthvað hér sl. tvo vetur, hefur snjóþunginn brotið niður og skemmt fullt af trjám, og nú er loksins búið að hreinsa til og útsýnið er ótrúlegt.

Eins og sést á myndunum er ekkert mál núna að fara á hjóli í garðinn! Á morgun er svo stefnan tekin á Róm,
ætlum að dúllast þar í nokkra daga 
og vonandi næ ég að fara með strákana á ströndina.
 

fimmtudagur, júlí 11, 2013

Skin og skúrir, bókstaflega!

Fimmtudagur, 11 júlí
sama mynstrið á veðrinu dag eftir dag
sól fyrripartinn og rigning seinni partinnVið fórum samt á Campi í gær,
það stytti upp fljótlega eftir að við komum og Felix Helgi lék sér með vinum sínum meðan ég spilaði við vinkonur  mínar,
skemmtilegt spil sem heitir Burraco.
Hinrik varð eftir heima þar sem hann var að spila og spjalla við íslenska vini sína, besta vin sinn
Einar Ágúst sem er búin að búa í 1 ár í Svíþjóð 
og Felix Viðar í Hafnarfirði.Hér sést Cinzia nálgast með Fabio

Ég setti nýja prófílmynd á Fésbókina í gær,
tók spegilmynd af mér meðan ég var að strauja
hér sést originalinn


 Ég á svo stefnumót við þessa tvo í kvöld,

eiginmaðurinn sefur aftur í Róm og við verðum að knúsast eitthvað frameftir.. erum náttúrulega öll búin að snúa sólarhringnum við vöknum milli 10 og 11 á morgnana... 
 

þriðjudagur, júlí 09, 2013

Vinnuaðstaðan tekin í gegn


 Þessir dúllurassar ætla að lúlla hjá mömmu sinni í nótt,
Eiginmaðurinn að vinna í Róm og við með kósíkvöld í kastalanum á meðan.  Náði þessari yndislegu mynd af þeim rétt áður en þeir fóru að rífast um það hver ætti að vera í miðjunni!


Ég er draslari... 
safna að mér alls kyns dóti.. 
sem verður að hrúgum út um allt.
Nú er lengi búið að standa til að taka til í vinnuaðstöðunni!
Það varð að veruleika í gær. og nú er ég búin að setja allt í merkta kassa...
taka saman allar perlur, föndurdót, lím, pappír, efni og garn og raða afskaplega skipulega í skókassa og plastkassa og pappakassa....
Allt á sínum stað

Ég verð að viðurkenna að ég sæki inspirasion í óreiðuna mína..
reyni að nýta galla mína í jákvæða hluti.

Hef alltaf verið svolítil Pollíanna... og þá er best að enda á því að blessa elsku rigninguna og þrumurnar og eldingarnar sem gáfu mér tíma til að taka til!

Tónar eftirmiðdagssins

Internetið er undirlagt af "statusum" twittum og fréttum af veðrinu heima á Íslandi, rigning, kuldi og þoka.

Hér í Mandela er veðrið einkennilegt.
Kaldur júní að baki.. sól á daginn en kallt á nóttunni 
og nú er komin júlí og fjóra daga í röð hefur dagurinn heilsað með sól og blíðu í kringum 30 gráður og svo skellur rigningin á.

Við byrjum að heyra eftirmiðdagstónana uppúr klukkan 14...
Þrumur í fjarlægð.. sem hægt og rólega nálgast og þegar tími er komin til að skella sér á Campi byrjar að rigna...

Í gær brast á með þvílíkum stormi að við hlupum um alla íbúð til að loka gluggunum, en vorum of sein.  
Regnið var svo mikið og rokið beint í átt 
að öllum gluggunum okkar.. 
15 mínútur, 8 handklæði, skúringargræjur og þó við værum búin að loka þá rann vatnið inn í stríðum straumum.   


Þessa mynd tók Hinrik við útidyrahurðina okkar á sunnudaginn þar myndaðist straumharður lækur á örfáum mínútum.

 Spáin segir sól fyrir hádegi og rigning eftir hádegi fram á mánudag...
ætli við reynum ekki að hafa það gott í kastalanum næstu daga, 
uppí þorp á morgnana og svo munum við stíga villt 
dansspor við "eftirmiðdagstónana" okkar eftir hádegi!

sunnudagur, júlí 07, 2013

Komin aftur...

Það er komin tími til að byrja aftur... 
bloggið fékk smá pásu... 
allt í einu voru allir kominir á fésbókina og bloggið féll í smá dá.  
En ég finn þörf til að blogga aftur.  
Skrifa eitthvað meira en 140 slög.. 
þið skiljið hvað ég meina!?


Það er sunnudagur og skrítið veður í Mandela.  
Í morgun var 31 stiga hiti og sól.  
Fyrir klukkutíma fóru að heyrast þrumur og eldingar 
og núna eru þær komnar nær.. 
en ekki er enn byrjað að rigna.  
Við ætluðum á Campi.. 
sjáum hvort sólin nái að brjótast fram svo við komumst út.Sumarklipping strákanna minna tókst bara vel!


Á morgun hefst svo ný vinnuvika fyrir Ingó minn.

Ég er á fullu að endurskipuleggja vinnuaðstöðuna mína 
svo ég geti byrjað að skapa.
Sendi þrjár hyrnur til Íslands með Erlu Guðnýju sem kom í heimsókn í síðustu viku.
Þær eru til sölu á tilboði á 8000 krónur.

Og núna rignir og rignir.. 
þrumurnar og eldingarnar eru ansi háværar, 
truflanir komnar í sjónvarpið.. 
nóg í bili.. 
Túrílúúú