þriðjudagur, júlí 09, 2013

Tónar eftirmiðdagssins

Internetið er undirlagt af "statusum" twittum og fréttum af veðrinu heima á Íslandi, rigning, kuldi og þoka.

Hér í Mandela er veðrið einkennilegt.
Kaldur júní að baki.. sól á daginn en kallt á nóttunni 
og nú er komin júlí og fjóra daga í röð hefur dagurinn heilsað með sól og blíðu í kringum 30 gráður og svo skellur rigningin á.

Við byrjum að heyra eftirmiðdagstónana uppúr klukkan 14...
Þrumur í fjarlægð.. sem hægt og rólega nálgast og þegar tími er komin til að skella sér á Campi byrjar að rigna...

Í gær brast á með þvílíkum stormi að við hlupum um alla íbúð til að loka gluggunum, en vorum of sein.  
Regnið var svo mikið og rokið beint í átt 
að öllum gluggunum okkar.. 
15 mínútur, 8 handklæði, skúringargræjur og þó við værum búin að loka þá rann vatnið inn í stríðum straumum.   


Þessa mynd tók Hinrik við útidyrahurðina okkar á sunnudaginn þar myndaðist straumharður lækur á örfáum mínútum.

 Spáin segir sól fyrir hádegi og rigning eftir hádegi fram á mánudag...
ætli við reynum ekki að hafa það gott í kastalanum næstu daga, 
uppí þorp á morgnana og svo munum við stíga villt 
dansspor við "eftirmiðdagstónana" okkar eftir hádegi!

Engin ummæli: