fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Grjótharðir!

Litli bróðir minn var að debúttera í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Nýtt íslenskt verk. Ég get eiginlega ekki tjáð mig um þetta núna ég varð fyrir svo miklum hughrifum, þetta er mögnuð sýning allir leikararnir eru einstakir. Persónurnar frábærar og Gísli Pétur ótrúlegur! FARIÐ!!!

Frumsýning í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Gísli Pétur í Grjóthörðum!

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Ástin mín

............................ á afmæli í dag. Er ekki lengur í hjónabandi með sér eldri konu! Til hamingju kallinn minn!

mánudagur, febrúar 21, 2005

34

Já afmælisdagurinn runninn upp með þoku! Var vakin í morgun með yndislegum söng sonar míns.. nota bene mamma á afmæli í dag, Hinrik á morgun og pabbi á miðvikudaginn! Hinrik ætlar að gefa mér sokka! Er og verð í vinnunni í dag. Litla afmælisbarnið ég!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Gat á hausinn!!

Gleymdi alveg að deila með ykkur fyrsta gatinu á hausinn sem hann Hinrik minn fékk í gær. Ég var farin í vinnuna þegar Ingó hringdi í mig og bað mig að koma smá heim að aðstoða sig. Þegar ég kom hlaupandi heim var Hinrik með jafn rautt hár og ég! Litað af blóði greyið litla, hafði prjónað á bílnum sínum og dottið á hurðakarm. Gatið var þó minna en það leit út fyrir að vera svo ég hreinsaði og setti plástur og fór aftur í vinnuna. Þurfti svo auðvitað að klippa plásturinn úr í morgun.. HRAFNAMÓÐIR það er nafn mitt í dag....

Gagnrýnendur...

Ég uppgötvaði heimasíðuna hans Jónasar Sen í gær og er búin að skemmta mér mikið yfir henni í dag! Það hefur verið svo mikið talað um gagnrýnendur og leikhús, og Óli Kjartan sagði góðan hlut í morgunsjónvarpinu í morgun: Maður tekur mark á gagnrýni ef hún er góð en gleymir henni ef hún er vond. Þetta er alveg satt þegar maður er að vinna í leikhúsi maður verður að hugsa svona. En hins vegar er ég búin að tala við marga í dag um gagnrýni Jónasar Sen í Mogganum og það merkilega er að engin tekur mark á honum, þó að gagnrýnin sé í heildina góð! Hvorki því góða né þvi slæma sem hann segir!! Það finnst mér svolítið merkilegt og finnst fólk annað hvort vorkenna honum eða hlæja að honum!! Hver er hann? Miðað við lauslega viðkynningu á blogginu hans þá er hann ótrúlega opin hrokagikkur! Veit það ekki þekkjann ekki... bohhh??!!

sunnudagur, febrúar 13, 2005


Óli, Elín og Jói

Frumsýning

Tosca er komin í loftið og mikið er nú alltaf gaman að frumsýna. Ég þurfti að vera sminka á frumsýningu og reyndar generalprufu líka þar sem ein sminkan fékk ferlega pest. Þetta fer nú að verða vani þar sem ég var líka sminka á frumsýningunni á Sweeney Todd! Mér finnst þetta svaka gaman og er barasta komin í þokkalega æfingu. Sá um strákana í kórnum. Ég er nú lítill bógur í djamminu og fór snemma heim er alltaf svo búin þegar að frumsýningu kemur að ég þarf helst að sofa í sólarhring. Drakk samt 1 bjór í kjallaranum og fór svo barasta heim að horfa á Idolið á videói.. finnst það barasta ekkert skemmtilegt, meira gaman að horfa á það ameríska. set inn mynd úr uppfærslunni og hvet fólk í að mæta þar sem öruggt er að uppselt verður á flestar sýningar.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Leikhús....mús!

Hinrik minn Leonard er nú formlega orðin Leikhúsmús! Var með mér í vinnunni í allan dag, það var hljómsveitaræfing og í kjallaranum í óperunni voru yfir 100 manns! Hinrik lék á alls oddi enda orðin öllum hnútum kunnugur fórum meira að segja inn í sal og hlustuðum og horfðum á æfinguna. Hinrik var voðaglaður að sjá og heyra alla syngja og langaði mest uppá svið sjálfur. Við vorum þó mest í kjallaranum þar sem ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur það var fullt af fólki sem hann þekkir sem fylgdist með honum meðan ég vann!

Það er voðagaman að ala upp LEIKHÚSMÚS!

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

TOSCA

Líf mitt snýst um Toscu þessa dagana.. afsakið bloggleysið.
Komið í Óperuna!