sunnudagur, febrúar 13, 2005

Frumsýning

Tosca er komin í loftið og mikið er nú alltaf gaman að frumsýna. Ég þurfti að vera sminka á frumsýningu og reyndar generalprufu líka þar sem ein sminkan fékk ferlega pest. Þetta fer nú að verða vani þar sem ég var líka sminka á frumsýningunni á Sweeney Todd! Mér finnst þetta svaka gaman og er barasta komin í þokkalega æfingu. Sá um strákana í kórnum. Ég er nú lítill bógur í djamminu og fór snemma heim er alltaf svo búin þegar að frumsýningu kemur að ég þarf helst að sofa í sólarhring. Drakk samt 1 bjór í kjallaranum og fór svo barasta heim að horfa á Idolið á videói.. finnst það barasta ekkert skemmtilegt, meira gaman að horfa á það ameríska. set inn mynd úr uppfærslunni og hvet fólk í að mæta þar sem öruggt er að uppselt verður á flestar sýningar.

Engin ummæli: