þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Gat á hausinn!!

Gleymdi alveg að deila með ykkur fyrsta gatinu á hausinn sem hann Hinrik minn fékk í gær. Ég var farin í vinnuna þegar Ingó hringdi í mig og bað mig að koma smá heim að aðstoða sig. Þegar ég kom hlaupandi heim var Hinrik með jafn rautt hár og ég! Litað af blóði greyið litla, hafði prjónað á bílnum sínum og dottið á hurðakarm. Gatið var þó minna en það leit út fyrir að vera svo ég hreinsaði og setti plástur og fór aftur í vinnuna. Þurfti svo auðvitað að klippa plásturinn úr í morgun.. HRAFNAMÓÐIR það er nafn mitt í dag....

Engin ummæli: