fimmtudagur, júní 29, 2006
Margrét Eir, Elínbjört og Ármann
Fór á tónleika í gær með MoR á Yello í keflavík! Það var algerlega magnað. Margrét var í ótrúlegu formi og söng stanslaust í 2 klukkutíma! Ég hef alltaf verið hennar helsti aðdáandi og ég treysti mér til að segja að hún hafi aldrei verið betri enn einmitt núna og þá er nú mikið sagt. Hér er heimasíðan hennar http://www.margreteir.com/ .
Félagslífið hjá mér er í miklum blóma eftir að ég flutti "út á land" !!
Fór með Elínbjörtu frænku minni í bíó á mánudaginn að sjá Keeping Mum, skemmtileg mynd og nú bíð ég eftir að myndin The Lake house komi til keflavíkur þá verður nú gaman hjá okkur frænkunum.
Er líka að reyna að framleiða eitthvað af húfum, hekluðum og langar til að fara að sauma svolítið af pilsum þar sem ég er í launuðu sumarfríi þessa mánuðina!
Fór á kyrrðarstund í gær í Neskirkju með Ármanni, Mömmu, Auði og svo bauð ég Villa með. Það var yndislegt. Kyrrðarstundin var fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra og á eftir var svakaleg grillveisla sem Ármann bauð mér í. Gott að eyða tíma með þeim sem maður elskar. Það er ekki spurning!
mánudagur, júní 26, 2006
Totti klikkar ekki
laugardagur, júní 24, 2006
Lykt
Ég á lítin prins, sem virðist vera að uppgötva lyktarskinið, hann liggur núna uppí rúmi og kallar í mig sem sit hér frammi á tveggja mínutna fresti til að tilkynna mér að það sé vond lykt af einhverju, fyrst voru það tærnar á honum svo ég náði í þvottapoka og þvoði þær með bros á vör, svo var það duddan hans sem var með hræðilega duddulykt. Ég bauð honum að henda bara öllum duddunum hans en hann var ekki ánægður með það. Svo var komin svo hrikaleg hrossaflugu lykt inn til hans, svo móðirinn hugrakka fangaði hrossafluguna og sleppti út í garð. Nú bíð ég með öndina í hálsinum.. hvað skildi það vera næst... sængurlykt? eða hrikaleg koddafýla.. veit ekki en það er gaman að þessum ungum!
þriðjudagur, júní 20, 2006
Brúðkaup á 17. júní
Hermann og Birna 17. júní 2006
Hermann "bróðir minn" og Birna giftu sig á 17. júní, Ingólfur stillti upp þessari skreytingu sem lýsir tilfinningunni í brúðkaupinu sem var yndislegt í alla staði.
Gísli Pétur bróðir var auðvitað glerfínn með fallega
hattinn sinn sem hann var með í sínu brúðkaupi um áramótin....
.... Helgi og mamma voru glerfín líka sem sést á þessari listrænu mynd.
Ingólfur tók þessa mynd af mér og nokkrum glösum en vel var veitt í þessu brúðkaupi og þar sem Hemmi er kokkur var maturinn auðvitað ótrúlegur, skelfiskur og innbakaðar nautalundir og ég fæ vatn í munninn bara á því að hugsa um hann.
Mikið var um frábær skemmtiatriði og þarna er ég að fagna einu þeirra!
Jón Gestur og Steina systir voru frábærir veislustjórar og við skemmtum okkur konunglega! Uppúr stendur frábær flutningur þeirra á Bubbalaginu Svartur Afgan þar sem Steina sló í gegn með munnhörpuna!
mánudagur, júní 19, 2006
19. júní 2006
Fleira er svo að frétta. Ég komst í gegnum hann Ármann minn í magaspeglun á fimmtudaginn og er búin að fá greiningu og lyf við flestum mínum kvillum. Ég er með vélindabakflæði, þindarslit og magabólgur og eftir að ég byrjaði á lyfjunum hef ég ekki fengið brjóstsviða en hann hefur fylgt mér síðan ég var unglingur. Þvílíkt frelsi!! Mig dreymir nú um að borða pizzu með pepperóní og lauk en svoleiðis hef ég aldrei getað látið inn fyrir mínar varir vegna brjóstsviða. Ég er líka farin að hvílast betur á nóttinni og sé bara fram á dásamlegar stundir!!
Við Ingólfur fórum á Grímuna á föstudaginn og áttum góða kvöldstund. Ingólfur fékk ekki verðlaunin í þetta skiptið en fær hana bara næst. Ég saumaði pils á Hrund Ólafsdóttur sem var tilnefnd sem leikskáld ársins og var hún stórglæsileg á hátíðinni, hún fékk ekki heldur verðlaunin en fær hana bara næst!
sunnudagur, júní 11, 2006
Gríman
Ingólfur minn er tilnefndur til Grímunnar í ár!!
Fyrir útvarpsleikritið Ómerktur ópus í c-molleftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ingólfs N. Árnasonar. Hljóðsetningu annaðist Björn Eysteinsson.
Ég fór í Borgarleikhúsið á miðvikudaginn til að taka við viðurkenningarskjali úr höndum Forsetans! Það var f....ing erfitt að fara uppá svið og er ég frekar ánægð með að vera að vinna baksviðs í leikhúsinu!!
Við hjónin förum svo þann 16. júní á afmælisdeginum hennar mömmu á hátíðina.. vona að Ingó fái þetta!
mánudagur, júní 05, 2006
Veikindi og Lost
Ég var semsagt að horfa á Lost í nótt.. á núna tvo þætti eftir af seríu 2 og ohmygod!! Sem betur fer hefur serían aldeilis tekið á sig sína fyrri mynd, spenna og óvæntir atburðir eru að ganga frá mér og ég hlakka svoooo til í kvöld að horfa á síðustu tvo þættina.