þriðjudagur, júní 20, 2006

Brúðkaup á 17. júní


Hermann og Birna 17. júní 2006

Hermann "bróðir minn" og Birna giftu sig á 17. júní, Ingólfur stillti upp þessari skreytingu sem lýsir tilfinningunni í brúðkaupinu sem var yndislegt í alla staði.Gísli Pétur bróðir var auðvitað glerfínn með fallega
hattinn sinn sem hann var með í sínu brúðkaupi um áramótin....


.... Helgi og mamma voru glerfín líka sem sést á þessari listrænu mynd.
Ingólfur tók þessa mynd af mér og nokkrum glösum en vel var veitt í þessu brúðkaupi og þar sem Hemmi er kokkur var maturinn auðvitað ótrúlegur, skelfiskur og innbakaðar nautalundir og ég fæ vatn í munninn bara á því að hugsa um hann.

Mikið var um frábær skemmtiatriði og þarna er ég að fagna einu þeirra!

Jón Gestur og Steina systir voru frábærir veislustjórar og við skemmtum okkur konunglega! Uppúr stendur frábær flutningur þeirra á Bubbalaginu Svartur Afgan þar sem Steina sló í gegn með munnhörpuna!

Engin ummæli: