þriðjudagur, apríl 25, 2006

Hnéaðgerð...flutningar

Oh hvað það er hundleiðinlegt að hanga svona á sófanum!! Mig langar svo í sturtu en get ekkert gert fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn... grrrr. Sem betur fer er ég nú með tölvuna og get sörfað allann daginn.... maður verður nú líka leiður á netinu verð ég að segja.

Aðgerðin gekk mjög vel. Þetta hné var ekki eins slæmt og það fyrra. Hann tók ekkert af liðþófanum í þetta skiptið skrapaði bara aðeins og setti svo einhverja stera í það. Ég finn mikin mun á því að núna má ég strax tilla í fótinn og er þá ekki eins föst á sófanum.

Búin að vera í símanum í allan dag og í tölvunni, vildi að ég gæti pakkað svolítið en það gengur víst ekki alveg upp. Ætla að reyna að fara að hekla svolítið í kvöld geri ég ráð fyrir ég er enn með svolítið af pöntunum sem ég þarf að ganga frá.

Ég er með lista sem ég þarf að ganga frá:



Geymsla, er komin með 2. geymslupláss sem ég þarf að velja úr á morgun,


Pósturinn þarf að ganga frá því að fá pósthólf á föstudaginn,



orkuveitan þarf að fá þá til að lesa af mælinum eftir helgina.


Ogvodafone, þarf að segja upp símanum og adslinu.



Digital Ísland, þarf að segja upp öllu draslinu þar.

Ekki hægt að segja annað en að ég hafi nóg að gera! Þrátt fyrir að vera farlama.

Hinrik Leonard páskaungi




Hinrik í góðravina hóp í pottinum að Flúðum um páskana



Sem endaði svona á sófanum!

mánudagur, apríl 24, 2006

Hryllingurinn


Var að koma að norðan, alltaf gaman að koma til Akureyrar. Sýningin er stórskemmtileg og alls ekki eins flókin og ég átti von á. Þarf að föndra svolítið fyrir hana, búa til tugi metra af rótum úr rörum, svampi, grisju, tvisti og málningu og sauma og lita stóra grisju sem fer fyrir allt sviðsopið en það gerist ekki fyrr en eftir hnéaðgerð og flutninga. Ingó er að vinna að því að pakka meðan ég sit í tölvunni, aðgerðin fer fram í fyrramálið og ég verð komin aftur heim seinnipartinn, ég verð svæfð en hingað til hefur hún ekki farið illa í mig. Þetta verður svakaleg vika því í lok hennar verðum við flutt og ég get ekkert tekið þátt í því að pakka. Ég kvíði því svo að þurfa að liggja hérna og fylgjast með... ég vitna á uppáhalds setningu mína þessa dagana ÞETTA ER ALLT Í GUÐS HÖNDUM

Á leið í ferðalag


Smá prufa Hinrik Leonard á leið á Flúðir fyrir páska.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Upplýsingar

Loksins ætla ég að gefa mér tíma til að skrifa eina færslu, kannski vegna þess að það er sumardagurinn fyrsti, Ingó og Hinrik í bíó í Njarðvík með frændfólki og ég á að vera að pakka niður úr vinnustofunni... nenni samt ekki að byrja þar sem nýja fartalvan okkar kallar frekar á mig, urðum að fjárfesta í svoleiðis tæki þar sem við erum að fara að flytja eftir 10 daga! Og til að gera hlutina flóknari þá verð að skreppa til Akureyrar á morgun í 3 daga til að vinna og fer svo ég í hnéaðgerð númer 2 á mánudaginn og þarf þá að liggja í eina viku með löppina upp í loft! Þetta þýðir að ég hef bara daginn í dag til að setja draslið mitt í kassa!

Nú; við flytjum sem sagt síðustu helgina í Apríl til Tengdó í Njarðvík og verðum svo að keyra á milli, Hinrik verður áfram í leikskólanum sínum Lindarborg og við bæði að vinna í Óperunni.
Planið er svo að flytja í Hafnarfjörð um leið og við finnum eitthvað þar.

Næsta frumsýning er 13. maí, Litla Hryllingsbúðin (ég er að fara norður til að taka út sýninguna til að geta skipulagt dressermálin þegar hún kemur hingað)

Hnéaðgerðin fer fram á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á mánudaginn 24. apríl sem þýðir að ég verð frá vinnu, liggjandi uppí rúmi í 7 daga.

Ég er hætt að vera yfirmaður framleiðslusviðs íslensku óperunnar og ætla að vera "bara" Forstöðumaður saumastofu og búningasafns, sem er náttúrulega ekkert bara, álagið í vinnunni síðustu 2 ár hefur verið of mikið og ég nenni ekki að eyða tímanum í vinnunni. Mig langar líka að vera með fjölskyldunni og það hefur ekki verið auðvelt þegar ég er að vinna frá 9. á morgnanna til 23 á kvöldin. Eina leiðin til að sjá son minn eitthvað er að sækja hann í leikskólann kl 17 og fara með hann í óperuna í klukkutíma og hafa hann með mér þar!!

Oh og já var ekki búin að segja ykkur að ég hætti í búðinni minni í janúar, þar sem eins og skilst á fyrri skrifum, ég hafði engan tíma til að sinna hvorki framleiðslu né vinnu þar.

nú eins og sést er mikið í gangi hjá mér núna og held ég að ég verði að fara að dýfa mér í draslið á vinnustofunni svo að Ingólfur þurfi ekki að pakka öllu draslinu fyrir mig.

mánudagur, apríl 03, 2006

Nótt í Feneyjum

Nýjasta verkefnið mitt sem búningahönnuður

Enn á lífi...

en rétt svo... þetta eru búnir að vera erfiðir 3 mánuðir og mikið hefur gerst í mínu lífi, 2 frumsýningar 2 einstakir leikstjórar.. jákvætt neikvætt þú ræður.. og mikið líka að gera í mínu persónulega lífi. Annað hnéð komið í lag. Fjölskyldan að fara að flytja breytingar í vinnunni hjá mér og mínum manni osfrv.. læt þetta duga í bili, verð með nánari upplýsingar á næstu dögum... túrílúuuu