mánudagur, apríl 24, 2006
Hryllingurinn
Var að koma að norðan, alltaf gaman að koma til Akureyrar. Sýningin er stórskemmtileg og alls ekki eins flókin og ég átti von á. Þarf að föndra svolítið fyrir hana, búa til tugi metra af rótum úr rörum, svampi, grisju, tvisti og málningu og sauma og lita stóra grisju sem fer fyrir allt sviðsopið en það gerist ekki fyrr en eftir hnéaðgerð og flutninga. Ingó er að vinna að því að pakka meðan ég sit í tölvunni, aðgerðin fer fram í fyrramálið og ég verð komin aftur heim seinnipartinn, ég verð svæfð en hingað til hefur hún ekki farið illa í mig. Þetta verður svakaleg vika því í lok hennar verðum við flutt og ég get ekkert tekið þátt í því að pakka. Ég kvíði því svo að þurfa að liggja hérna og fylgjast með... ég vitna á uppáhalds setningu mína þessa dagana ÞETTA ER ALLT Í GUÐS HÖNDUM
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli