mánudagur, nóvember 29, 2004

Scriviamo giusto l´italiano, prego!

Yndislega ljúfri helgi lauk á Slysó! Hinrik datt afturfyrir sig úr stólnum sínum beint á hausinn! Við getum nú þakkað fyrir að búa í gömlu timburhúsi, biði ekki í það hvernig hefði farið ef við hefðum verið með steingólf eða flísar. Urðum samt að fara strax uppá spítala þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir og fékk góða einkunn! Annars fór ég í útgáfuteiti á fimmtudagskvöldið niðri í IÐU hjá Margréti Eir. Það var rosagaman og Margrét söng 3 lög. Svo bauð hún mér út að borða á Caruso og ég verð að segja að ég hef aldrei séð jafnlélegan matseðil, mig langaði ekki í neitt og endaði á því að fá mér Calzone. Annars finnst mér það alltaf svo lélegt þegar staðir gefa sig út fyrir að vera ítalskir veitingastaðir og geta svo ekki stafað ítölsku orðin rétt! Það er til svo góð íslensk/ítölsk og ítölsk/íslensk orðabók sem ekkert mál er að flétta í til að fá rétta stafsetningu. Margir vilja meina að þetta sé snobb í mér af því ég tala ítölsku en ég sæi fólk í anda taka því þegjandi ef að T-bone steik yrði stafsett T-bonn steik... eða eitthvað!! Framleiðslan gengur vel. Ingólfur orðin vel virkur í þæfingunni og meira að segja farinn að teygja sig inná hönnunnarsviðið! Go boy!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Bruni og .. jú auðvitað meiri þæfing

Það er búin að vera svo skrítin lykt hér inni í kvöld. Fór út áðan til að athuga hvort það væri að kvikna í bíl einhverstaðar í nágrenninu en sá ekkert. Sá svo í sjónvarpinu að eldur er laus í Klettagörðum og sannarlega nær reykurinn hér niðrí miðbæ.

Er búin að vera að þæfa.. í allt kvöld. Þetta er frekar gott til að sporna við sjónvarpsglápinu þar sem maður verður að þæfa við gott borð þá er ég að gera þetta í eldhúsinu, bjó til skemmtileg kramarhús sem hægt er að nota sem skúlptúra og líka sem sælgætispoka á jólatré eða í glugga.. set myndir fljótlega.

Brjálað að gera í vinnunni sem fyrr. Var að gæla við að vera að vinna bara hluta úr degi þessa vikuna en sennilega verður nú lítið úr fríi.. verð að fara að reyna að taka út eitthvað að fríinu sem ég er búin að vinna mér inn.

Hendurnar á mér eru eins og á gamalli konu! Held að sápan sem ég nota við þæfinguna sé soldið sterk..þarf allavega að fara að huga að aukinni handáburðsnotkun!

Hinrik er búin að vakna nokkuð oft í kvöld. Kom fram núna og sagðist hafa verið að fljúga.. sennilega draumur því ekki held ég að hann hafi dottið úr rúminu!

sunnudagur, nóvember 21, 2004


Og veskið opið

Seðlaveski

Lófinn

Griflur kvöldsins

Nærmynd af fyrsta þæfingarverkefni mínu, taska með innbyggðum vasa!

Þæfing.. ekki svæfing fyrir málhalta Gísli Pétur!

Laugardagskvöld var þæfingarkvöld á Amtmannsstígnum! Við hjónin erum farin að vinna saman að framleiðslu á listmunum úr ull!! Ég er svo heppin að Ingólfi finnst svo gaman að hjálpa mér og er orðin meistari í að rúlla ullinni og þæfa hana þegar ég er búin að leggja hana. Við gerðum glæsilegar griflur í kvöld! En best að byrja á byrjuninni. Á miðvikudagskvöldið hitti ég stelpurnar og Dagga (vinkona Stellu, þæfingarmeistari) kenndi okkur undirstöðuatriðin og ég gerði glæsilega tösku..sjá mynd! Hún var með alla nýjustu tækni og ég er alveg komin með öll handtökin á hreint! Ég set hér inn myndir svo þið getið dáðst að listinni hehehehe! Annars fór ég í mína aðra heimsókn til heimilislæknisins á fimmtudaginn, fékk þessa líka heiftarlegu hálsbólgu og gat ekki kyngt ekki einu sinni eigin munnvatni nema með harmkvælum! Ég fór því ekkert í vinnuna á fimmtudaginn og föstudaginn. Þetta er svona þegar maður er búin að keyra sig áfram á einhverri aukaorku og gefur sér ekki tíma til að vera almennilega heima þegar maður er veikur þá kemur það niðrá manni endalaust. Núna er ég orðin hress en er samt búin að halda mér inni í þrjá daga. Vonandi verð ég svo hress það sem eftir er vetrar!

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Þæfing í kvöld

Nú er að koma að þæfingunni! Klukkan 7 í kvöld fer ég að hitta 3 mætar konur sem ætla að kenna mér nýjustu tækni við þæfingu.. mikið hlakka ég til að geta farið að framleiða jólagjafir! Þá vitiði það elskurnar. Segji ykkur allt um þetta í kvöld eða á morgun!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Snjór

Búin að setja inn nýjar myndir á síðuna hans Hinriks alger sigur. Mikið að gera í vinnunni í dag það voru áheyrnarprufur og rúmlega tuttugu söngnemar komu og sungu! Við eigum nú alveg fullt af efnilegu söngfólki. Yndislegt að horfa út um gluggann í dag og í gær fylltist af jólafíling þegar ég sat niðrá Café Segafredo á Lækjartorgi klukkan 2 um nótt. Við vorum á smá óperulokahófi og snjórinn sat á nýuppsettum jólaskreytingum.. það var yndislegt.

sunnudagur, nóvember 14, 2004


Hinrik í stuði

Ull með mohair hekluðu blómi

Þessi er hekluð úr Mohair með þæfðu ullarblómi og pallíettum

Verðkönnun

Ég er löngu búin að gleyma hvernig það er að sofa út! Þegar maður er orðin svona gamall þá tímir maður ekki að eyða tímanum í svefn.. er búin að vera að nota kvöldin til að hekla húfur svona bæði til að selja og gefa í jólagjafir. Set hér inn 2 myndir með Hinrik sem módel en þetta eru fullorðins húfur. Ingólfur er alltaf að skamma mig fyrir að verðleggja mig of lágt.. og það er nú alveg rétt hjá honum en það er svo erfitt að verðleggja eitthvað sem maður hefur gert sjálfur, hvað finnst ykkur að svona húfur ættu að kosta? Skrifið endilega í commentin.

Sat hér áðan og var búin að skrifa heila ritgerð í bloggið mitt.. þá kom Hinrik og slökkti á rafmagninu á millistykkinu.. ég er enn að jafna mig en ég þoli ekki að missa svona út eitthvað sem ég er búin að skrifa alveg ómögulegt að orða það aftur eins vel og maður gerði í fyrsta skiptið! Steina systir er komin til landsins.. alkomin eftir 10 ára dvöl í Danmörku! Hún er með bloggsíðu http://steineir.blogspot.com/ og ég ætla að nýta mér hennar sérfræðikunnáttu (hún er tölvugúru) til að laga bloggið hjá mér.

Síðasta sýning á Sweeney Todd og ég hvet alla sem ekki hafa séð til að sjá sýninguna hún er alveg meiriháttar! Mamma og Auður móðursystir ætla að koma og hlakka ég til að vita hvernig þeim finnst. Svo er það barasta að ganga frá búningunum uppí geymslu í næstu viku og halda áfram með Toscu.

Ég ætla að fara að drífa myndum inná heimasíðuna hans Hinriks í dag http://www.barnaland.is/barn/11074 ekki seinna vænna að setja inn myndir úr afmælinu sem var fyrir rúmlega mánuði síðan!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ég sakna... ég hlakka!

Æji ég sakna.. ég sakna svo hans litla bróður míns Gísla Péturs. Finn svo fyrir tómi í hjartanu að geta ekki knúsað hann. Æji ég hlakka.. hlakka svo til þegar jólin koma og Gísli Pétur kemur frá Englandi. Hlakka svo til að elda jólamatinn og opna pakkana með Hinriki. Í fyrsta skiptið sem hann hefur eitthvað vit á því, hlakka til að sauma jólafötin á hann, hlakka til að skreyta jólatréð, hlakka til að hlusta á jólatónlistina, hlakka til að vakna á aðfangadag, sofna á þorláksmessu! Það er alveg nauðsynlegt að hlakka til!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Pestarbæli

Ég á ekki aukatekið orð þessa dagana. Búin að vera svo veik og Ingólfur líka að það hálfa væri nóg. Skreið samt aðeins í vinnuna í dag, þar sem maður er svo ómissandi alltaf. Skammast mín fyrir að hafa ekki skrifað meira í bloggið mitt en svona er það þegar maður liggur eins og grænmeti á sófanum og getur sig ekki hreyft. Hinrik búin að vera frekar hress! Sem betur fer. Síðustu sýningar á Sweeney Todd verða um helgina, 12 og 14 nóvember. Allir mæta. Sjónvarpsmenningin á fullu hjá mér þessa dagana finn að ég er næstum hætt að horfa á skjá 1 núna þegar ég er með stöð 2 óruglaða, maður hefur alltof mikið val! Er þó búin að hekla 3 húfur það er jákvæða hlið sjónvarpssýkinnar að maður gerir einhverja handavinnu með Idolinu...

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

AMERICAS NEXT TOP MODEL OG OPRAHHH

Ég nýt þess að hafa stöð 2 ókeypis þessa dagana.. af því að ég er fjölvarpsáskrifandi og er komin með digital afruglara. Horfði fyrst í kvöld á Americas Next top Model.. finnst hann svvvooo skemmtilegur.. og skammast mín ekkert fyrir það! (Hmm kannski smá!) Horfði svo á Extreme Makeover.. voðagaman og svo auðvitað á Opruhhh... HALDIÐI AÐ OPRAH HAFI EKKI KJAFTAÐ HVER VINNUR AMERICAS NEXT TOP MODEL!! Ég ætla ekki að kjafta því í ykkur en ég er í sjokki yfir þessum fréttum EKKI SÚ SEM ÉG ÁTTI VON Á! My empty television nightlife is on!!

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Blár

Oh hvað ég vona að Kerry vinni þó mér finnist erfitt að halda með einhverjum sem er með bláan flokkslit! Horfði á sjónvarpið til 2 í nótt svo heppin að vera með fjölvarpið og gat því zappað á milli 8 fréttastöðva, náði meira að segja danska ríkissjónvarpinu sem var með útsendingu frá ABC, fannst samt vanta svolítið að einhver kæmi og læsi upp nýjustu tölur eins og gert er hér sem er auðvitað svo spennó en það er nú sennilega ekki hægt í svona stóru landi eins og Bandaríkjunum!
Nóg í bili vinnan bíður.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Sweeney Todd

Ég bið nú þá sem lesa þennan pésa minn afsökunnar á því hvursu ódugleg ég hef verið að skrifa síðustu viku. Flensan lagðist illa í mig og þó ég lægi bara í bælinu í 2 daga og væri svo komin á fullt í vinnu þá hafði ég ekki einu sinni orku til að setjast við tölvuna á kvöldin. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki enn komin með fullan styrk og er þess vegna að skrifa nokkrar línur í vinnunni þar sem ég er náttúrulega með tölvuna hér fyrir framan mín í vinnunni. Nota tækifærið til að hvetja alla til að mæta á Sweeney Todd í óperunni en núna eru 5 sýningar eftir. Reyni svo að blogga eitthvað vitrænt sem fyrst.