sunnudagur, nóvember 21, 2004

Þæfing.. ekki svæfing fyrir málhalta Gísli Pétur!

Laugardagskvöld var þæfingarkvöld á Amtmannsstígnum! Við hjónin erum farin að vinna saman að framleiðslu á listmunum úr ull!! Ég er svo heppin að Ingólfi finnst svo gaman að hjálpa mér og er orðin meistari í að rúlla ullinni og þæfa hana þegar ég er búin að leggja hana. Við gerðum glæsilegar griflur í kvöld! En best að byrja á byrjuninni. Á miðvikudagskvöldið hitti ég stelpurnar og Dagga (vinkona Stellu, þæfingarmeistari) kenndi okkur undirstöðuatriðin og ég gerði glæsilega tösku..sjá mynd! Hún var með alla nýjustu tækni og ég er alveg komin með öll handtökin á hreint! Ég set hér inn myndir svo þið getið dáðst að listinni hehehehe! Annars fór ég í mína aðra heimsókn til heimilislæknisins á fimmtudaginn, fékk þessa líka heiftarlegu hálsbólgu og gat ekki kyngt ekki einu sinni eigin munnvatni nema með harmkvælum! Ég fór því ekkert í vinnuna á fimmtudaginn og föstudaginn. Þetta er svona þegar maður er búin að keyra sig áfram á einhverri aukaorku og gefur sér ekki tíma til að vera almennilega heima þegar maður er veikur þá kemur það niðrá manni endalaust. Núna er ég orðin hress en er samt búin að halda mér inni í þrjá daga. Vonandi verð ég svo hress það sem eftir er vetrar!

Engin ummæli: