mánudagur, nóvember 29, 2004

Scriviamo giusto l´italiano, prego!

Yndislega ljúfri helgi lauk á Slysó! Hinrik datt afturfyrir sig úr stólnum sínum beint á hausinn! Við getum nú þakkað fyrir að búa í gömlu timburhúsi, biði ekki í það hvernig hefði farið ef við hefðum verið með steingólf eða flísar. Urðum samt að fara strax uppá spítala þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir og fékk góða einkunn! Annars fór ég í útgáfuteiti á fimmtudagskvöldið niðri í IÐU hjá Margréti Eir. Það var rosagaman og Margrét söng 3 lög. Svo bauð hún mér út að borða á Caruso og ég verð að segja að ég hef aldrei séð jafnlélegan matseðil, mig langaði ekki í neitt og endaði á því að fá mér Calzone. Annars finnst mér það alltaf svo lélegt þegar staðir gefa sig út fyrir að vera ítalskir veitingastaðir og geta svo ekki stafað ítölsku orðin rétt! Það er til svo góð íslensk/ítölsk og ítölsk/íslensk orðabók sem ekkert mál er að flétta í til að fá rétta stafsetningu. Margir vilja meina að þetta sé snobb í mér af því ég tala ítölsku en ég sæi fólk í anda taka því þegjandi ef að T-bone steik yrði stafsett T-bonn steik... eða eitthvað!! Framleiðslan gengur vel. Ingólfur orðin vel virkur í þæfingunni og meira að segja farinn að teygja sig inná hönnunnarsviðið! Go boy!

Engin ummæli: