þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Sweeney Todd

Ég bið nú þá sem lesa þennan pésa minn afsökunnar á því hvursu ódugleg ég hef verið að skrifa síðustu viku. Flensan lagðist illa í mig og þó ég lægi bara í bælinu í 2 daga og væri svo komin á fullt í vinnu þá hafði ég ekki einu sinni orku til að setjast við tölvuna á kvöldin. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki enn komin með fullan styrk og er þess vegna að skrifa nokkrar línur í vinnunni þar sem ég er náttúrulega með tölvuna hér fyrir framan mín í vinnunni. Nota tækifærið til að hvetja alla til að mæta á Sweeney Todd í óperunni en núna eru 5 sýningar eftir. Reyni svo að blogga eitthvað vitrænt sem fyrst.

Engin ummæli: