miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ég sakna... ég hlakka!

Æji ég sakna.. ég sakna svo hans litla bróður míns Gísla Péturs. Finn svo fyrir tómi í hjartanu að geta ekki knúsað hann. Æji ég hlakka.. hlakka svo til þegar jólin koma og Gísli Pétur kemur frá Englandi. Hlakka svo til að elda jólamatinn og opna pakkana með Hinriki. Í fyrsta skiptið sem hann hefur eitthvað vit á því, hlakka til að sauma jólafötin á hann, hlakka til að skreyta jólatréð, hlakka til að hlusta á jólatónlistina, hlakka til að vakna á aðfangadag, sofna á þorláksmessu! Það er alveg nauðsynlegt að hlakka til!

Engin ummæli: