sunnudagur, október 30, 2011

Vikan

Nú hafa strákarnir mínir kvatt skólann sinn, hér sést Hinrik Leonard koma úr skólanum á fimmtudaginn var en það var síðasti skóladagurinn í þessum skóla,  nú er viku frí hjá þeim báðum, bæði vegna þess að skólinn er að flytja og líka vegna þess að á þriðjudaginn 1. nóvember er Dagur hinna látnu sem er frídagur á Ítalíu, á mánudaginn er því svokölluð "brú" eða ponte, frí líka þá.... á miðvikudaginn er svo verið að koma fyrir öllu skóladótinu í nýja skólanum og svo byrjar kennslan á fimmtudaginn 3. nóvember.  Nýja húsnæðið er við hliðina á Pantheon, nú er 3 ára endurnýjun húsnæðisins lokið og mikið verður nú gaman þegar skólinn byrjar aftur:)

 Á föstudaginn var fyrsti dagurinn í vikufríi strákanna, og ég let loks eftir þeim og fór á McDonalds... strákunum finnst maturinn alls ekki góður þar.. en dótið heillar og þar sem það eru núna strumpadúkkur  í   barnaboxinu
þá fengu þeir   sitthvorn strumpinn


Sáttir bræður eins og sést...


 Og svo komu Heimsferðir í árlegu haustferðina sína til Rómar, og við fengum sendingu frá Íslandi:)  Báðar ömmurnar sendu nammi, svo fengum við fulla ferðatösku af vetrarfötum!
 Hér sést Hinrik Leonard með fylltan lakkrís og djúpu!

 Felix Helgi fékk þessa flottu flíspeysu frá Ömmu Sigrúnu og hefur varla farið úr henni, hún er svo rosalega mjúk.. eins og Amma segir hann!

Í kvöld fórum við svo í afmælisveislu til íslenskrar stelpu sem við vorum að finna í Róm og hittum svolítið af íslendingum, það var voðagaman og strákarnir fá svo mikið út úr því að tala íslensku:)

miðvikudagur, október 26, 2011

Loksins nýtt í lok október

Tíminn flýgur svo sannarlega, lífið komið í fastar skorður og hið daglega líf er ljúft og vanafast... ítalskt.
Fórum í IKEA um síðustu helgi til að kaupa steiktan lauk.. hann var ekki til:(  En hér á þessum myndum 
sést hvað IKEA í Róm er 
rómverskt, þessar mynjar 
fundust þegar verið var að 
byggja verslunina, þetta 
eru keramik pottar sem 
notaðir voru fyrir olíu, 
baunir og korn
Felix Helgi skellti sér svo til tannlæknis á mánudaginn, hér sést hann glaður á biðstofunni:)  Hann var alveg rosalega duglegur og það þarf aðeins að gera við í honum svo hann fer aftur og þá ætlar Hinrik Leonard með líka í skoðun:)

 Svo kom pakki!!  Hinrik Leonard fékk afmælispakka frá Einari Berg, Jóni Sigfúsi og Aroni Kristjáni, og auðvitað fékk Felix Helgi pakka líka!!
Hann varð svo himinlifandi eins og sést á myndunum:)  Takk strákar!!

Hér að lokum er svo sjálfsmynd af Felix Helga með einn af svipunum sínum... hann er byrjaður í leikskóla og fór í danstíma í dag:)  Flottir strákar sem ég á!!

þriðjudagur, október 11, 2011

Mínar heilögu svalir og smá fréttir:)

Það eru tveir menn á svölunum mínum... 
að gera við niðurfallið, sem er fínt.. 
þ.e. að þeir geri við niðurfallið!  
En mikið finnst mér erfitt að þurfa að fara úr rútínunni, saumaaðstaðan mín er nefninlega við svalirnar og nú húki ég inni í stofu og hlusta á morgunútvarp Bylgjunnar og bið til Guðs að þeir verði fljótir...
Annars held ég að það verða allt í ryki.. þeir eru nefnilega með höggbor.. 
aiiiiaa eins og sagt er á ítölsku.

En þá er komið að fréttum af Rómverjunum:
Hinrik Leonard stendur sig eins og hetja í skólanum, hann er komin með aðstoð, það kemur aukakennari inn í tíma og hjálpar Hinriki og André sem er fransk-amerísk-ítalskur.  Það er ofboðslega jákvætt og uppáhalds námsgreinin er stærðfræði.  Hann er á fullu að læra að skrifa skrifstafi en hér eru bara skrifaðir skrifstafir, það gengur líka vel.  Í síðustu viku voru þrjár afmælisveislur Hinrik Leonard og Federico félagi hans áttu báðir afmæli 3 október og André átti afmæli 5 október.  Hér er mynd úr afmæli André's sem haldið var á bar í Trastevere, þar var dansað og dansað eins og sést hér á þessum myndum:

Dansað var við Michael Jackson!!

Felix Helgi blómstrar í leikskólanum, við foreldrarnir erum samt enn að reyna að skilja hver fílósófían er á bakvið þessa leikskólastefnu... hmmm.. Felix Helgi er tvisvar sinnum búin að finna teikningu eftir sig í ruslinu og hefur auðvitað móðgast helling!  Við tökum aðlögunina rólega, sitjum frammi og ég prjóna en Ingólfur les..  sjáum hvernig þetta þróast..

Sæti leikskólastrákurinn minn er með klút-viskustykki-diskamottu í töskunni sinni og glas, þegar kemur að kaffitíma setur hann viskustykkið á borðið og glasið ofaná það og svo fær hann kex, brauð eða ávöxt og vatn í glasið sitt!

Ég hins vegar framleiði eins mikið og ég get, ég er að prjóna og sauma, á núna tvær hyrnur á lager:
Önnur í jarðlitunum og hin blá/grá/svört.
Er að selja þær á 8000 kr með sendingar-
kostnaði sem er náttúrulega fáránlega ódýrt!Svo er ég á fullu að hanna og framleiða nýjar útgáfur af húfunum.. hér eru nokkrar:


Nóg í bili, over and out!

þriðjudagur, október 04, 2011

Hinrik 9 ára, Felix Helgi byrjar í leikskóla, i miei bimbi bravi:) Felix Helgi Ingólfsson er byrjaður í skóla!
Hann er á leikskóladeildinni í sama skóla og 
Hinrik Leonard, Gianturco!

Stoltur strákur á leið í skólann á fyrsta skóladeginum sínum, fyrst heima í pósu og svo fyrir utan skólann sinn!


Og svo var það veislan hans Hinriks Leonards, héldum hana í Villa Pamphili, almenningsgarði hér rétt hjá.  Í hana komu skólasystkyni Hinriks Leonards og vinir okkar.  Á boðstólnum voru ferskir ávextir, snakk, nammi og fullt af íslenskum skúffukökum sem vöktu svo mikla lukku að nú vinn ég að því að þýða uppskriftina til að senda foreldrum krakkana... með skólasystkyninum komu foreldrar og systkyni og líka ömmur og afar ofl.. fullt af fólki og krakkarnir hlupu um svæðið í eltingaleik, fóru í fótbolta og fengu útrás!


svo var sungið á tveimur tungumálum og afmælisbarnið var glaður og hamingjusamur!
Og svo kom að sjálfum afmælisdeginum og eins og venjan er hjá okkur var afmælisbarnið vakið og fékk strax gjafir í rúmið

 Hann fékk kúrekabyssu frá bróður sínum sem hann hefur lengi langað í og Harry Potter jakka og gallabuxur frá okkur..


Vinstra megin sést þar sem hann er nýbúin að opna pakkann frá okkur og hægra megin stilla bræðurnir sér upp, Felix Helgi í peysu sem hann fékk frá Tony og Patriciu og Hinrik Leonard í jakkanum og buxunum frá okkur.. hann heldur á kúrekanum sem hann fékk frá Leo guðföður sínum.

Hér sést svo aftaná Harry Potter jakkann... en hægt er að taka hettuna úr
Er svo óendanlega stollt af strákunum mínum.  Þeir eru að standa sig svo rosalega vel í þessum nýju aðstæðum sem eru svo gjörólíkar því sem þeir þekkja frá Íslandi, ef þeir fá heimþrá, sem gerist auðvitað.. þá vilja þeir skreppa til Íslands í heimsókn, en ekki flytja héðan!

Hinrik fór svo í afmæli í dag til skólabróður síns sem deilir með honum afmælisdegi og sá þá í fyrsta skiptið íbúð hjá ríku fólki!!  Þar var meira að segja þjónustustúlka í hvítum slopp sem kom hlaupandi með handklæði þegar Hinrik fékk sér vatn og það sullaðist aðeins á hökuna á honum!!

ps.. var að skipta um útlit á blogginu.. hvernig finnst ykkur?