Felix Helgi Ingólfsson er byrjaður í skóla!
Hann er á leikskóladeildinni í sama skóla og
Hinrik Leonard, Gianturco!
Stoltur strákur á leið í skólann á fyrsta skóladeginum sínum, fyrst heima í pósu og svo fyrir utan skólann sinn!
Og svo var það veislan hans Hinriks Leonards, héldum hana í Villa Pamphili, almenningsgarði hér rétt hjá. Í hana komu skólasystkyni Hinriks Leonards og vinir okkar. Á boðstólnum voru ferskir ávextir, snakk, nammi og fullt af íslenskum skúffukökum sem vöktu svo mikla lukku að nú vinn ég að því að þýða uppskriftina til að senda foreldrum krakkana... með skólasystkyninum komu foreldrar og systkyni og líka ömmur og afar ofl.. fullt af fólki og krakkarnir hlupu um svæðið í eltingaleik, fóru í fótbolta og fengu útrás!
svo var sungið á tveimur tungumálum og afmælisbarnið var glaður og hamingjusamur!
Og svo kom að sjálfum afmælisdeginum og eins og venjan er hjá okkur var afmælisbarnið vakið og fékk strax gjafir í rúmið
Hann fékk kúrekabyssu frá bróður sínum sem hann hefur lengi langað í og Harry Potter jakka og gallabuxur frá okkur..
Vinstra megin sést þar sem hann er nýbúin að opna pakkann frá okkur og hægra megin stilla bræðurnir sér upp, Felix Helgi í peysu sem hann fékk frá Tony og Patriciu og Hinrik Leonard í jakkanum og buxunum frá okkur.. hann heldur á kúrekanum sem hann fékk frá Leo guðföður sínum.
Hér sést svo aftaná Harry Potter jakkann... en hægt er að taka hettuna úr
Er svo óendanlega stollt af strákunum mínum. Þeir eru að standa sig svo rosalega vel í þessum nýju aðstæðum sem eru svo gjörólíkar því sem þeir þekkja frá Íslandi, ef þeir fá heimþrá, sem gerist auðvitað.. þá vilja þeir skreppa til Íslands í heimsókn, en ekki flytja héðan!
Hinrik fór svo í afmæli í dag til skólabróður síns sem deilir með honum afmælisdegi og sá þá í fyrsta skiptið íbúð hjá ríku fólki!! Þar var meira að segja þjónustustúlka í hvítum slopp sem kom hlaupandi með handklæði þegar Hinrik fékk sér vatn og það sullaðist aðeins á hökuna á honum!!
ps.. var að skipta um útlit á blogginu.. hvernig finnst ykkur?
1 ummæli:
Heimasíðan er flott, skólabúningarnir eru eins og frá því 1950...
Skrifa ummæli