sunnudagur, október 30, 2011

Vikan

Nú hafa strákarnir mínir kvatt skólann sinn, hér sést Hinrik Leonard koma úr skólanum á fimmtudaginn var en það var síðasti skóladagurinn í þessum skóla,  nú er viku frí hjá þeim báðum, bæði vegna þess að skólinn er að flytja og líka vegna þess að á þriðjudaginn 1. nóvember er Dagur hinna látnu sem er frídagur á Ítalíu, á mánudaginn er því svokölluð "brú" eða ponte, frí líka þá.... á miðvikudaginn er svo verið að koma fyrir öllu skóladótinu í nýja skólanum og svo byrjar kennslan á fimmtudaginn 3. nóvember.  Nýja húsnæðið er við hliðina á Pantheon, nú er 3 ára endurnýjun húsnæðisins lokið og mikið verður nú gaman þegar skólinn byrjar aftur:)

 Á föstudaginn var fyrsti dagurinn í vikufríi strákanna, og ég let loks eftir þeim og fór á McDonalds... strákunum finnst maturinn alls ekki góður þar.. en dótið heillar og þar sem það eru núna strumpadúkkur  í   barnaboxinu
þá fengu þeir   sitthvorn strumpinn


Sáttir bræður eins og sést...










 Og svo komu Heimsferðir í árlegu haustferðina sína til Rómar, og við fengum sendingu frá Íslandi:)  Báðar ömmurnar sendu nammi, svo fengum við fulla ferðatösku af vetrarfötum!
 Hér sést Hinrik Leonard með fylltan lakkrís og djúpu!

 Felix Helgi fékk þessa flottu flíspeysu frá Ömmu Sigrúnu og hefur varla farið úr henni, hún er svo rosalega mjúk.. eins og Amma segir hann!

Í kvöld fórum við svo í afmælisveislu til íslenskrar stelpu sem við vorum að finna í Róm og hittum svolítið af íslendingum, það var voðagaman og strákarnir fá svo mikið út úr því að tala íslensku:)

Engin ummæli: