Á föstudaginn var fyrsti dagurinn í vikufríi strákanna, og ég let loks eftir þeim og fór á McDonalds... strákunum finnst maturinn alls ekki góður þar.. en dótið heillar og þar sem það eru núna strumpadúkkur í barnaboxinu
þá fengu þeir sitthvorn strumpinn
Sáttir bræður eins og sést...
Og svo komu Heimsferðir í árlegu haustferðina sína til Rómar, og við fengum sendingu frá Íslandi:) Báðar ömmurnar sendu nammi, svo fengum við fulla ferðatösku af vetrarfötum!
Hér sést Hinrik Leonard með fylltan lakkrís og djúpu!
Felix Helgi fékk þessa flottu flíspeysu frá Ömmu Sigrúnu og hefur varla farið úr henni, hún er svo rosalega mjúk.. eins og Amma segir hann!
Í kvöld fórum við svo í afmælisveislu til íslenskrar stelpu sem við vorum að finna í Róm og hittum svolítið af íslendingum, það var voðagaman og strákarnir fá svo mikið út úr því að tala íslensku:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli