miðvikudagur, október 26, 2011

Loksins nýtt í lok október

Tíminn flýgur svo sannarlega, lífið komið í fastar skorður og hið daglega líf er ljúft og vanafast... ítalskt.
Fórum í IKEA um síðustu helgi til að kaupa steiktan lauk.. hann var ekki til:(  En hér á þessum myndum 
sést hvað IKEA í Róm er 
rómverskt, þessar mynjar 
fundust þegar verið var að 
byggja verslunina, þetta 
eru keramik pottar sem 
notaðir voru fyrir olíu, 
baunir og korn
Felix Helgi skellti sér svo til tannlæknis á mánudaginn, hér sést hann glaður á biðstofunni:)  Hann var alveg rosalega duglegur og það þarf aðeins að gera við í honum svo hann fer aftur og þá ætlar Hinrik Leonard með líka í skoðun:)

 Svo kom pakki!!  Hinrik Leonard fékk afmælispakka frá Einari Berg, Jóni Sigfúsi og Aroni Kristjáni, og auðvitað fékk Felix Helgi pakka líka!!
Hann varð svo himinlifandi eins og sést á myndunum:)  Takk strákar!!

Hér að lokum er svo sjálfsmynd af Felix Helga með einn af svipunum sínum... hann er byrjaður í leikskóla og fór í danstíma í dag:)  Flottir strákar sem ég á!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja núna rignir yfir ykkur "steiktum lauk" :-)
Skemmtilegar myndir. Takk fyrir M

Hildurina sagði...

Takk mamma:) Ég sakna steikta lauksins ekkert mikið.. en fínt að eiga hann:)
knús HH