fimmtudagur, september 22, 2005

Klukk....

Kata frænka klukkaði mig...
http://katrinulfars.blogspot.com/
Ég á að gefa 5 gagnslausar upplýsingar um sjálfa mig.

1. Ég er 34. ára gift kona og á 1 son sem heitir Hinrik Leonard og verður 3. ára 3. október, ég er mikil fjölskyldukona og elska að vera heima hjá mér, stundum of mikið fer sjaldan út að skemmta mér.

2. Ég vinn í Íslensku óperunni sem framleiðslustjóri og yfirmaður búninga og elska að lita efni fyrir óperusýningar. Ég er mikil leikhúsrotta og þarf að passa mig að gleyma mér ekki í vinnunni.

3. Ég á búð í Ingólfsstrætinu og elska að lita efni og sauma flott pils, gæti kallast hobby og vinna.

4. Ég hef átt heima samtals í ca 6 ár á Ítalíu, ég elska Ítalíu og þegar ég fer þangað finnst mér eins og ég sé að fara heim.

5. Ég er lestrarhestur, elska chick lit og á gott safn af bókum.. uppáhaldshöfundir eru Jane Green og Lisa Jewel.. og og og...

Veit alls ekki hvern ég á að klukka... má klukka karlmenn? Dettur bara í hug Gísli Pétur bróðir og Steina sös....

http://gphinriks.blogspot.com/
http://steineir.blogspot.com/

BRANDUR og hitt og þetta

Það er svo margt að gerast þessa dagana og lítill tími til að vera í tölvunni. Hinrik er búin að endurskíra Mjása.. hann heitir Brandur núna eins og kisin hans Emils (hver vissi að Emil ætti kisu?!)Hægt að skoða myndir á

http://hinrikleonard.barnaland.is/

Ítalíuferðin nálgast og vill svo skemmtilega til að Ingólfur er að fara til Sikileyjar þann 29. sept og kemur heim með vélinni sem ég fer með svo til Rómar þannig að við munum hittast í mýflugumynd á Keflarvíkurflugvelli. Ingólfur er að vinna í heimasíðunni sinni og svona lítur hún út

http://www.internet.is/ingolfur/

Ingólfur er svo búin að vera að vinna að minni sem er alls ekki tilbúin en þið getið kíkt á hana eins og hún er núna í vinnslu:

http://www.internet.is/hildurina/

Búðin gengur vel. Búið að vera ágætt að gera í húfubransanum enda farið að kólna. Heimasíða búðarinnar er:

http://www.blog.central.is/pjura

Ótrúlega margar heimasíður sem tengjast manni þessa dagana verð að segja það.
vinnan kallar.......

miðvikudagur, september 14, 2005

Róm Róm ROMA

Ég er að fara aftur til Rómar!! Hjarta mitt fyllist af tilhlökkun! Verð fararstjóri fyrir Heimsferðir 6. - 10. október!! Brosi út að eyrum.

mánudagur, september 12, 2005

Mjásalingur

Haustið er búið að gera innrás sína með tilheyrandi roki og rigningu. Ég er búin að vera á haus í litun í Óperunni og er það nú alltaf helvíti gaman.. en nokkuð tímafrekt, sem komið hefur niður á tölvuvinnu og skriffinsku! En nú verður gerð bót á því.

Fjölgun hefur átt sér stað í fjölskyldunni, Mjási litli 11. vikna fress kom í heimsókn og ákveðið hefur verið að ættleiða hann. Hinrik er mjög ábyrgðarfullur faðir/bróðir/stundum amma.... og eiga þeir mjög vel saman vinirnir. Og virkilega gaman að fylgjast með þeim. Mjási fékk nafn sitt úr bókum um Einar Áskel en hann á kött sem heitir Mjási.

sýni ykkur mynd sem fyrst af Mjásaling...