fimmtudagur, september 22, 2005

Klukk....

Kata frænka klukkaði mig...
http://katrinulfars.blogspot.com/
Ég á að gefa 5 gagnslausar upplýsingar um sjálfa mig.

1. Ég er 34. ára gift kona og á 1 son sem heitir Hinrik Leonard og verður 3. ára 3. október, ég er mikil fjölskyldukona og elska að vera heima hjá mér, stundum of mikið fer sjaldan út að skemmta mér.

2. Ég vinn í Íslensku óperunni sem framleiðslustjóri og yfirmaður búninga og elska að lita efni fyrir óperusýningar. Ég er mikil leikhúsrotta og þarf að passa mig að gleyma mér ekki í vinnunni.

3. Ég á búð í Ingólfsstrætinu og elska að lita efni og sauma flott pils, gæti kallast hobby og vinna.

4. Ég hef átt heima samtals í ca 6 ár á Ítalíu, ég elska Ítalíu og þegar ég fer þangað finnst mér eins og ég sé að fara heim.

5. Ég er lestrarhestur, elska chick lit og á gott safn af bókum.. uppáhaldshöfundir eru Jane Green og Lisa Jewel.. og og og...

Veit alls ekki hvern ég á að klukka... má klukka karlmenn? Dettur bara í hug Gísli Pétur bróðir og Steina sös....

http://gphinriks.blogspot.com/
http://steineir.blogspot.com/

Engin ummæli: