mánudagur, september 12, 2005

Mjásalingur

Haustið er búið að gera innrás sína með tilheyrandi roki og rigningu. Ég er búin að vera á haus í litun í Óperunni og er það nú alltaf helvíti gaman.. en nokkuð tímafrekt, sem komið hefur niður á tölvuvinnu og skriffinsku! En nú verður gerð bót á því.

Fjölgun hefur átt sér stað í fjölskyldunni, Mjási litli 11. vikna fress kom í heimsókn og ákveðið hefur verið að ættleiða hann. Hinrik er mjög ábyrgðarfullur faðir/bróðir/stundum amma.... og eiga þeir mjög vel saman vinirnir. Og virkilega gaman að fylgjast með þeim. Mjási fékk nafn sitt úr bókum um Einar Áskel en hann á kött sem heitir Mjási.

sýni ykkur mynd sem fyrst af Mjásaling...

Engin ummæli: