þriðjudagur, maí 29, 2007

sunnudagur, maí 27, 2007

Myndirnar komnar


Hér eru myndir af strákunum mínum, Hinrik Leonard er reyndar eldri en Felix Helgi á þessari mynd en gaman að bera þá saman!

Nú eru myndirnar komnar á síðuna


Ótrúlega gaman að vera loks komin með síðu og barnaland góður staður þar sem hægt er að vekja athygli á húfunum.

laugardagur, maí 26, 2007

hindesign.barnaland.is


Ég er loksins búin að gera heimasíðu fyrir húfurnar mínar á barnalandi
hindesign.barnaland.is
myndir af húfunum munu birtast á næstu dögum...

föstudagur, maí 11, 2007

Kókosbollur og kærustur

Föstudagur og sólin skín og ég fer ekki ofan af því að Eiríkur stóð sig vel.

Hinrik Leonard í fríi í dag og fékk sér kókosbollu í morgunmat.

Hann á núna þrjár kærustur.. en sú fjórða bankaði á dyrnar en Hinrik sagði henni að hann gæti ekki elskað hana því hún væri með krullur..... hmmmmmmmmmmm

Felix Helgi vex og vex og er alltaf jafn góður og hraustur.

Hlakka til á morgun í kosningunum.. þetta verður voðaspennandi það er víst.

fimmtudagur, maí 03, 2007

Skírnin

Helgi frændi, Magnús Helgi Frændi, Elías Hrafn, Ingó, Hinrik og bangsi...

Allir uppi á sviði eins og Hinrik leikhúsrotta kallar altariðHinrik Leonard með ljósið hans Felix Helga


Allir gestirnir í hópmyndatökuFlotta skírnartertan sem Amma Guðbjört bakaði


Hinrik Leonard undir borði...


Fallegi skírnardrengurinn Felix Helgi


Amma Sigrún og Afi Ármann með barnabörnin

þriðjudagur, maí 01, 2007

Felix Helgi Ingólfsson


Drengurinn okkar er komin með nafn, hann heitir

FELIX HELGI INGÓLFSSON

Felix=Felice á ítölsku sem þýðir hamingjusamur/glaður

Helgi í höfuðið á bræðrum okkar Ingólfs, Helga og Magnúsi Helga sem eru guðfeður hans.

Athöfnin var yndisleg og er ég að bíða eftir myndum af henni.Dásamlegur dagur!