föstudagur, maí 11, 2007

Kókosbollur og kærustur

Föstudagur og sólin skín og ég fer ekki ofan af því að Eiríkur stóð sig vel.

Hinrik Leonard í fríi í dag og fékk sér kókosbollu í morgunmat.

Hann á núna þrjár kærustur.. en sú fjórða bankaði á dyrnar en Hinrik sagði henni að hann gæti ekki elskað hana því hún væri með krullur..... hmmmmmmmmmmm

Felix Helgi vex og vex og er alltaf jafn góður og hraustur.

Hlakka til á morgun í kosningunum.. þetta verður voðaspennandi það er víst.

2 ummæli:

imyndum sagði...

Blessuð og til lukku með lífið sem virðist leika við þig þessa dagana með tveimur litlum prinsum í aðalhlutverkum.
Þó þú hafir sjálfsagt hvorki mikinn tíma aflögu né orku þegar þær stundir renna upp langar mig samt til að fá að vita hvort þú sért ekki að halda áfram með bókina þína ? Hlakka til að lesa framhaldið
kveðjur, Rósa

Nafnlaus sagði...

Hmmmmmmm, kókosbolla í morgunmat, ertu nokkuð til í að vera mamma mín líka:)

Villi