mánudagur, ágúst 29, 2011

Óvæntur gestur og uppi á þaki, ospite a sorpresa ed il nostro tetto:)








 Við fengum skemmtilega heimsókn um daginn, pínulítil eðla mætti í eldhúsið okkar stoppaði rétt í smá myndatöku og skaust svo aftur út um gluggann

Strákarnir mínir í sólbaði uppi á þaki... þessar myndir eru sérstaklega fyrir elsku mágkonu mína hana Kittý sem bað um myndir af þakinu!




þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Svalirnar mínar:)



Ég fer út á svalirnar mínar nokkrum sinnum á dag, 
ég á þær ekki strákarnir:)  
Ég fer þangað til að fá mér "ferskt" loft.  
Við búum á 5 hæð, og þó gatan okkar sé mjög róleg 
er þokkaleg rútína í fólkinu sem um hana fer.  
Það er lögreglustöð ská á móti okkur!  
Við endan á götunni minni er lítil hverfisverslun,
 hún hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni í 82 ár, 
í sama húsnæði.. fyrst langafinn, svo afinn, 
svo pabbinn, sem rekur hana núna, 
synirnir gera annað... 
þeir eru tveir ekki víst hvort þeir taki við búðinni...










Ég halla mér alltaf fram af brúninni og horfi niður, á morgnana sé ég þegar pósturinn kemur, og fylgist með því þegar veitingastaðurinn opnar, það er svalt á svölunum á morgnanna, 
svo kemur hádegissólin og þá stoppa ég stutt... 


nóg samt til að fylgjast með sígaununum þeir koma snyrtilegir með rúllukerru á eftir sér... stoppa við ruslatunnurnar, kíkja ofaní




og ef eitthvað merkilegt sést draga þeir upp vírherðatré sem búið er að beygja í krók með löngu skafti og með því draga þeir ruslið uppúr tunnunum... og halda svo áfram, 













um kvöldmatarleitið er komin góður skuggi á svalirnar mínar, þá fer fólkið að tínast á veitingastaðinn og hlátrasköllinn berast upp götuna.  


Um miðnætti fara leðurblökurnar á stjá, fljúga hér á milli húsanna, svo stórfenglega fallegar og framandi!  Hef ekkert verið að segja strákunum frá þeim, gætu orðið hræddir.. ég á blökurnar svolítið fyrir mig!
Um miðnætti kemur líka indverski kokkurinn með fulla tunnu af rusli:)

Ég elska svalirnar mínar!

mánudagur, ágúst 22, 2011

Ströndin, eins og ég var búin að lofa.. La spiagga, ancora foto.

Við vorum á ströndinni í litlum bæ sem heitir Anzio, hjá skólasystur Ingó og vinkonu okkar Marinu, hún bauð okkur í þrjá daga til foreldra sinna sem eiga yndislegt hús við ströndina.  Fyrsta kvöldið var okkur boðið í matarboð til nágranna þeirra, hún var fræg leikkona á sjöunda áratugnum lék í djörfum ítölskum myndum og svo hryllingsmyndum, Quentin Tarantino elskar hana, hún er jafngömul mömmu, hann framleiddi myndirnar.. þau eiga fullt af peningum og fullt af húsum.  Húsið við hliðina á þeirra á leikstjórinn Tornatore, sem gerði Paradísarbíóið.. við hittum hann ekki heyrðum bara í honum og fjölskyldunni... hér eru nokkrar myndir frá fyrsta kvöldinu


 Þetta er Bianca, móðir Marinu

Hér sést Malisa Longo, leikkonan sem bauð okkur í mat.. þið getið gúgglað henni, Ingó og Felix að tala við hana og svo standa Fabio og Marina vinir okkar... svo sést í rassinn á Alice, hún er 11 ára frænka Marínu... og strákarnir elska hana.. hún er bara yndi! 

 Fallega Alice með hring frá HiN design

 Litlu búbbarnir mínir:)




Seinna kvöldið okkar var grillað, Hinrik Leonard fylgdist vel með viðardrumbunum sem notaðir voru sem kol...
 Felix Helgi mokaði og lék sér í sandinum á meðan grillið hitnaði

 Hér sést húsið sem við vorum í, vinstra megin á myndinni er matarborðið.

Hinrik og Felix steinsofnuðu um kvöldið á sólbekkjum, Hinrik vinstra megin og Felix hægra megin!
Daginn eftir steinsofnuðu þeir eftir hádegismatinn, í skugganum og Alice sést dottandi í bakgrunninum.

Hér sést Paolo pabbi Marinu

Og hér er frændi Fabio sem heimsótti okkur og fallega Alice:)

Fallegi Hinrik minn eða Leonardo eins og hann lætur kalla sig hér:)

Dásamlega ströndin okkar,
Nú erum við komin aftur til Rómar og hitabylgja vermir okkur... meir um það næst!

mánudagur, ágúst 15, 2011

Daglegt líf, vita quotidiana.




Hinrik Leonard er afskaplega duglegur að hjálpa til í eldhúsinu, og honum finnst svo gaman að vaska upp!


Hinrik Leonard é bravissimo ad aiutare con i mestieri di casa... qui lava i piatti! 
 Þetta var útsýnið okkar út um eldhúsgluggann í dag, ótrúlega skemmtileg mynd....
Ecco cosa si vedeva dalla nostra finestra di cucina oggi.
 "Þættinum hefur borist bréf"!  
Hef fengið margar kvartanir yfir því hvað það eru fáar myndir af mér sjálfri á blogginu... hér með er aðeins bætt úr því:)

 Hér drekka drengirnir mínir te í eldhúsinu okkar.
 Skál!  Cincin!
 Bláu augun þín!
 I tuoi occhi blu!

Knúsumst aðeins!!  Un momento di coccole!

föstudagur, ágúst 12, 2011

Föstudagur og enn skín sólin

Föstudagur er runnin upp, ég sit í lága sófanum í stofunni minni og vindurinn feikir öðru hvoru toppnum á mér... 
það er kostur að búa á 5 hæð... 
þá nær vindurinn að gegnumtrekk...
 Róm er nefninlega byggð á sjö hæðum, og það er oft góð gola sem kælir mann niður.  
Sérstaklega á heitum degi eins og í dag.  
Ég hugsa um ströndina... við förum ekki um helgina, en strax eftir helgi ætlum við að skreppa til vina okkar sem eiga hús hér í klukkutíma fjarlægð frá Róm... við ströndina.  
Vorum við Ostia á þriðjudaginn, Margrét Eir og Jökull voru í heimsókn hjá okkur og enduðu svo ferðina á ströndinni... Ingó keyrði þau svo beint á flugvöllinn.. þau komu til Íslands með sand á milli tánna!  
Dásamlegt!
 ég á þennan prins... Hann heitir Felix Helgi og er trúður:)






Ég og Margrét, ómálaðar og sjóbarðar! 


Hinrik Leonard og Jökull eftir sjóbrettaferð í stórum og hvössum öldum.





Hinrik og Ingólfur í sjónum með bretti..
Það var rauður fáni, sem þýðir að það má ekki fara langt út og börn mega ekki vera ein í sjónum.







Leiktækin eru alltaf vinsæl.. 






 Hinrik Leonard gerði engil í sandinum... 
mun þægilegra að nota sand en snjó!!




Á leiðinni heim sáum við í gegnum hjólabuxur hjólarans á myndinni... hann var með frekar loðin rass!! heheeheh












Nú undirbý ég opnun nýrrar vefverslunnar fyrir HiN design, og var að koma úr viðtali við spegilinn flotta og hér er greinin um mig Hildur í HiN design