mánudagur, ágúst 22, 2011

Ströndin, eins og ég var búin að lofa.. La spiagga, ancora foto.

Við vorum á ströndinni í litlum bæ sem heitir Anzio, hjá skólasystur Ingó og vinkonu okkar Marinu, hún bauð okkur í þrjá daga til foreldra sinna sem eiga yndislegt hús við ströndina.  Fyrsta kvöldið var okkur boðið í matarboð til nágranna þeirra, hún var fræg leikkona á sjöunda áratugnum lék í djörfum ítölskum myndum og svo hryllingsmyndum, Quentin Tarantino elskar hana, hún er jafngömul mömmu, hann framleiddi myndirnar.. þau eiga fullt af peningum og fullt af húsum.  Húsið við hliðina á þeirra á leikstjórinn Tornatore, sem gerði Paradísarbíóið.. við hittum hann ekki heyrðum bara í honum og fjölskyldunni... hér eru nokkrar myndir frá fyrsta kvöldinu


 Þetta er Bianca, móðir Marinu

Hér sést Malisa Longo, leikkonan sem bauð okkur í mat.. þið getið gúgglað henni, Ingó og Felix að tala við hana og svo standa Fabio og Marina vinir okkar... svo sést í rassinn á Alice, hún er 11 ára frænka Marínu... og strákarnir elska hana.. hún er bara yndi! 

 Fallega Alice með hring frá HiN design

 Litlu búbbarnir mínir:)




Seinna kvöldið okkar var grillað, Hinrik Leonard fylgdist vel með viðardrumbunum sem notaðir voru sem kol...
 Felix Helgi mokaði og lék sér í sandinum á meðan grillið hitnaði

 Hér sést húsið sem við vorum í, vinstra megin á myndinni er matarborðið.

Hinrik og Felix steinsofnuðu um kvöldið á sólbekkjum, Hinrik vinstra megin og Felix hægra megin!
Daginn eftir steinsofnuðu þeir eftir hádegismatinn, í skugganum og Alice sést dottandi í bakgrunninum.

Hér sést Paolo pabbi Marinu

Og hér er frændi Fabio sem heimsótti okkur og fallega Alice:)

Fallegi Hinrik minn eða Leonardo eins og hann lætur kalla sig hér:)

Dásamlega ströndin okkar,
Nú erum við komin aftur til Rómar og hitabylgja vermir okkur... meir um það næst!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gaman að sjá frá ykkur ;O)
biðjum að heilsa úr rigningunni =D

Nafnlaus sagði...

hahah ég á kveðjuna hér að ofan ;O) kveðja af Hrauninu úr Njarðvík einsaskeinsa og co

Hildurina sagði...

Kveðjur tilbaka elsku Skeinsa:) það er svo gaman að fá komment og enn betra þegar þau eru tvö:)