Föstudagur er runnin upp, ég sit í lága sófanum í stofunni minni og vindurinn feikir öðru hvoru toppnum á mér...
það er kostur að búa á 5 hæð...
þá nær vindurinn að gegnumtrekk...
Róm er nefninlega byggð á sjö hæðum, og það er oft góð gola sem kælir mann niður.
Sérstaklega á heitum degi eins og í dag.
Ég hugsa um ströndina... við förum ekki um helgina, en strax eftir helgi ætlum við að skreppa til vina okkar sem eiga hús hér í klukkutíma fjarlægð frá Róm... við ströndina.
Vorum við Ostia á þriðjudaginn, Margrét Eir og Jökull voru í heimsókn hjá okkur og enduðu svo ferðina á ströndinni... Ingó keyrði þau svo beint á flugvöllinn.. þau komu til Íslands með sand á milli tánna!
Dásamlegt!
ég á þennan prins... Hann heitir Felix Helgi og er trúður:)
Ég og Margrét, ómálaðar og sjóbarðar!
Hinrik Leonard og Jökull eftir sjóbrettaferð í stórum og hvössum öldum. |
Hinrik og Ingólfur í sjónum með bretti..
Það var rauður fáni, sem þýðir að það má ekki fara langt út og börn mega ekki vera ein í sjónum.
Leiktækin eru alltaf vinsæl..
Hinrik Leonard gerði engil í sandinum...
mun þægilegra að nota sand en snjó!!
Á leiðinni heim sáum við í gegnum hjólabuxur hjólarans á myndinni... hann var með frekar loðin rass!! heheeheh
Nú undirbý ég opnun nýrrar vefverslunnar fyrir HiN design, og var að koma úr viðtali við spegilinn flotta og hér er greinin um mig Hildur í HiN design
Engin ummæli:
Skrifa ummæli