föstudagur, júlí 29, 2011

síðasta vikan í júlí... l'ultima settimana di luglio.

Þessi vika er búin að líða mjög hratt.. veðrið fór "versnandi" í Róm, hitatölurnar voru 24-27 gráður og fannst okkur það fín tilbreyting!!  Nú er hitinn að stíga hægt og rólega upp og gert ráð fyrir 35 gráðu meðalhita í næstu viku.
Hér sjást strákarnir okkar í Villa Pamfili, stórum garði hér rétt hjá þar sem Ingó tókst að finna loksins fótboltavöll handa Hinriki Leonard.






Á miðvikudaginn ringdi.. þá skelltum við okkur í stóra Kringlu sem heitir Euroma2  
strákarnir skelltu sér á nokkur tæki og fengu loks að kíkja í stóra leikfangabúð... Rocco gioccatoli... ekkert toysRus hér:)




Í gær fórum við á torgið okkar og Hinrik Leonard eignaðist loksins ítalska vini.. hann bjargaði sér á ensku og fékk að leika fótbolta með fullt af krökkum.  Felix Helgi lék sér einn þar sem ekki var mikið um krakka á hans aldri í gær... en á eftir ætla strákarnir aftur á torgið og þá finnur Felix Helgi sér örugglega einhvern til að leika við... annars lék hann bara Trúð fyrir okkur eins og sést á myndunum.






mánudagur, júlí 25, 2011

 Það er gaman í Róm!

Roma é divertente!
 Colosseum er stórfenglegt

 Felix Helgi er Shrek!
 Felix Helgi ha fatto amicizia...

Felix eignaðist vin...
Il papá migliore del mondo...
Besti pabbi í heimi!

sunnudagur, júlí 24, 2011

laugardagur í Trastevere, sabato a Trastevere





Það var hverfishátið í Trastevere um helgina, við fórum með strákana í skemmtilega skrúðgöngu með stultutrúðum og enduðum á torgi þar sem fram fór Kickbox keppni.
Góður dagur

föstudagur, júlí 22, 2011

Fimmtudagur, giovedí

 Bræður í tölvuspili... Hinrik Leonard í psp og Felix Helgi í Nintendo..








Strákarnir í "kalda pottinum" úti á svölum.
Bræðraknús:)
























Dagarnir fljúga áfram í Róm, byrjaði að vinna fyrir alvöru í dag þegar ég tók myndir af öllum húfunum mínum sem ég á á lager.. heilmikið verk og ekki minna verk að hlaða þeim inn á Facebook
   facebook.com/hindesign

Líður eins og snáknum sem ég sá í Dýragarðinum í gær, hann var að fara úr hamnum... ég er að fara úr "bakinu" brann svo illilega á bakinu fyrir réttri viku síðan og er núna að flagna eins og fyrrnefnda slangan!!


fimmtudagur, júlí 21, 2011

Dýragarðurinn í Róm, Lo Zoo di Roma

 Það fyrsta sem við sáum í dýragarðinum var páfugl
 Þeir voru út um allt þessir páfuglar, svo flottir
 Þarna eru aparnir
 Gíraffar
 Fílarnir flottir:)
 Sjálfur konungurinn lá og svaf:)

Hann sést ógreinilega í bakgrunninum!! 
Flóðhesturinn var vakandi:) 
 Og hér eru fleiri apar:)

 Stund milli stríða.. tígrisdýr og asni!
 Riiisa skjaldbaka
 Krókódílar
 Lúlli letidýr!
 Aparass!!
 Felix skírði þennan apa Gossa!


















Það var rosalega gaman í dýragarðinum... 
ég set ekki allar myndirnar hér inn en strákarnir eru upprifnir yfir öllum flottu dýrunum...

mánudagur, júlí 18, 2011

Trastevere

 Göngutúr um Trastevere... 
una passeggiata a Trastevere.





Túristamynd ársins!

  
Il turista dell'anno! 
Við hurðina á húsinu sem Ingó bjó í fyrir margt löngu síðan..  

Il portone di Ingo a Trastevere... di tanti anni fa! 
Tekið í spil:)